Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað í Breiðholtið í kvöld en þar hafði verið kveikt í rusli á lóð Hólabrekkuskóla. Að sögn vaktstjóra var um minniháttar eld að ræða og slökkvliðsmenn áttu ekki í vandræðum með að slökkva í glæðunum. Að öðru leyti hefur kvöldið verið rólegt hjá slökkviliðs- og lögreglumönnum.
Kveikt í rusli við Hólabrekkuskóla
