Innlent

Tifandi tímasprengja á Fimmvörðuhálsi

Fólk þarf að fara varlega nálægt gosinu. Mynd/ Vilhelm.
Fólk þarf að fara varlega nálægt gosinu. Mynd/ Vilhelm.
Björgunarsveit var kölluð út undir morgun eftir að kona hafði fest bíl sinn í krapa og íshröngli í Gilsá í Fljótsdal, en hún var ásamt tveimur öðrum á leið að gosstöðvunum við Fimmvörðuháls.

Hún var á óbreyttum jeppa og náði að klóra sig upp úr ánni áður en björgunarmenn komu á vettvang. Þá þurftu björgunarsveitarmenn að hjálpa nokkrum köldum og hröktum ferðamönnum ofan af Fimmvörðuhálsi í nótt, og er þetta þriðja nóttin í röð, sem fólki hefur verið bjargað illa á sig komnu á Hálsinum. Umferð stóð langt fram yfir miðnætti, og hófst aftur í morgunsárið.

Fólk hættir sér allt of nálægt eldsumbrotunum að mati lögreglu og björgunarmanna og stendur nú til að setja upp léttar girðingar þar sem hættan er mest. Þeir líkja ástandinu við tifandi tímasprengju, ef fólk fer ekki að gæta betur að sér. Álíka kraftur var í gosinu og var í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×