Lárus beittur þrýstingi til að lána milljarða rétt fyrir hrun Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. mars 2010 18:24 Stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri fyrirtækis sem var stór hluthafi í bankanum beitti Lárus Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, miklum þrýstingi til að fá fjögurra milljarða króna lán, sem aðrir bankar vildu ekki veita, aðeins tíu dögum fyrir fall Glitnis. Áður hafði fyrirtækjasvið Glitnis hafnað slíku láni. Þetta kemur fram í tölvupóstum til Lárusar Welding sem fréttastofa hefur undir höndum. Allt árið 2007 og stærstan hluta ársins 2008 var óvissa um fjármögnun Norðurturnsins við Smáralind sem var á vegum félagsins Norðurturninn ehf. sem var dótturfélag Fasteignafélags Íslands sem var að stærstum hluta í eigu Saxbygg. Verktaki við verkið var BYGG, sem var eigandi Saxbygg á móti eignarhaldsfélaginu Saxhól. Íslensku bankarnir voru tregir að lána fyrir framkvæmdunum, en meðal annars má nefna að Landsbankinn hafnaði fyrirtækinu um framkvæmdalán vorið 2008. Eins og fréttastofa greindi frá á laugardag hefur fjármálarannsóknarfyrirtækið Kroll sýnt tölvupóstssamskiptum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa í Glitni banka sérstakan áhuga. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur nú undir höndum einn af þessum tölvupóstum. Um er að ræða póst sem Björn Ingi Sveinsson, stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri Saxbygg, sendi Lárusi Welding hinn 1. september 2008, en þá hafði starfsfólk á fyrirtækjasviði Glitnis ekki tekið undir kröfur um fyrirkomulag fjármögnunar framkvæmda við Norðurturninn. Í póstinum segir: „Sæll Lárus (...) Þetta er auðvitað langt frá því að vera í samræmi við það sem við tveir sömdum um og bið ég þig því að koma samkomulagi okkar kyrfilega til skila aftur. Ég skil ekki hvernig hlutirnir virðast breytast á leiðinni niður fæðukeðjuna í bankanum og verður að segjast sem er að það er þreytandi fyrir okkur báða að þurfa alltaf að vera að hjakka í sama farinu. Við höfum væntanlega báðir nóg annað að hugsa um. (...) Ég bið þig um að koma efni samkomulags okkar milliliðalaust niður til (starfsmanna fyrirtækjasviðs) þar sem boðin virðast ávallt ruglast á leið niður keðjuna og/eða á fundum lánanefndar. Ég vil helst ekki lenda í því að framkvæmdir við NT stöðvist vegna þess að ekki er hægt að klára lánssamninginn við bankann sem á tæpan helming í fyrirtækinu. Það mun gleðja hvorugan okkar." segir stjórnarmaðurinn Björn Ingi við forstjórann Lárus, en Saxbygg var sjötti stærsti hluthafi Glitnis á þessum tímapunkti. Aðeins tveimur vikum síðar, eða hinn 17. september 2008, var lánasamningurinn upp á rúma fjóra milljarða króna undirritaður. Þetta var tveimur dögum eftir fall Lehman Brothers í Bandaríkjunum og 10 dögum áður en stjórnarformaður Glitnis gekk á fund seðlabankastjóra til að óska eftir neyðarláni, en algjört frost var á lánamörkuðum á þessum tíma. Björn Ingi Sveinsson var ekki í aðstöðu til að veita fréttastofu viðtal, en hann viðurkenndi að hafa sent Lárusi umræddan tölvupóst. Björn sagðist ekki hafa sent póstinn sem stjórnarmaður heldur hafi hann verið að krefjast þess að samkomulag sem Saxbygg hefði gert við Glitni yrði efnt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Fjármálaeftirlitið málið til athugunar. Óvíst er hvort bygging Norðurturnsins verði nokkurn tímann kláruð, en framkvæmdir við hana stöðvuðust í lok október 2008. Í lögum um fjármálafyrirtæki er lagt bann við því að stjórnarmenn komi að meðferð mála sem tengjast þeim beint, en í 55. gr. laganna segir að stjórnarmenn fjármálafyrirtækis skulu ekki taka þátt í meðferð máls ef mál varðar viðskipti þeirra sjálfra eða fyrirtækja sem þeir eru fyrirsvarsmenn fyrir. Þess má geta að á sama tíma og Björn Ingi sendi póstinn, hinn 1. september 2008, var hann að byggja nýtt einbýlishús að Kópavogsbakka 8 en það var einmitt BYGG sem sá um þær framkvæmdir. Hugtakið skuggastjórnun hefur verið notað til að lýsa háttsemi þegar stór hluthafi, eða fulltrúi hans, segir stjórnanda í hlutafélagi hvaða ákvarðanir eigi að taka. Forstjóri hlutafélagsins er samt sá sem ber ábyrgð þar sem hann sækir umboð sitt til stjórnar hlutafélagsins sem er æðsta ákvörðunarvald þess milli aðalfunda. Hugtakið er að erlendri fyrirmynd, en kemur ekki fyrir í íslenskum lögum. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri fyrirtækis sem var stór hluthafi í bankanum beitti Lárus Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, miklum þrýstingi til að fá fjögurra milljarða króna lán, sem aðrir bankar vildu ekki veita, aðeins tíu dögum fyrir fall Glitnis. Áður hafði fyrirtækjasvið Glitnis hafnað slíku láni. Þetta kemur fram í tölvupóstum til Lárusar Welding sem fréttastofa hefur undir höndum. Allt árið 2007 og stærstan hluta ársins 2008 var óvissa um fjármögnun Norðurturnsins við Smáralind sem var á vegum félagsins Norðurturninn ehf. sem var dótturfélag Fasteignafélags Íslands sem var að stærstum hluta í eigu Saxbygg. Verktaki við verkið var BYGG, sem var eigandi Saxbygg á móti eignarhaldsfélaginu Saxhól. Íslensku bankarnir voru tregir að lána fyrir framkvæmdunum, en meðal annars má nefna að Landsbankinn hafnaði fyrirtækinu um framkvæmdalán vorið 2008. Eins og fréttastofa greindi frá á laugardag hefur fjármálarannsóknarfyrirtækið Kroll sýnt tölvupóstssamskiptum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa í Glitni banka sérstakan áhuga. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur nú undir höndum einn af þessum tölvupóstum. Um er að ræða póst sem Björn Ingi Sveinsson, stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri Saxbygg, sendi Lárusi Welding hinn 1. september 2008, en þá hafði starfsfólk á fyrirtækjasviði Glitnis ekki tekið undir kröfur um fyrirkomulag fjármögnunar framkvæmda við Norðurturninn. Í póstinum segir: „Sæll Lárus (...) Þetta er auðvitað langt frá því að vera í samræmi við það sem við tveir sömdum um og bið ég þig því að koma samkomulagi okkar kyrfilega til skila aftur. Ég skil ekki hvernig hlutirnir virðast breytast á leiðinni niður fæðukeðjuna í bankanum og verður að segjast sem er að það er þreytandi fyrir okkur báða að þurfa alltaf að vera að hjakka í sama farinu. Við höfum væntanlega báðir nóg annað að hugsa um. (...) Ég bið þig um að koma efni samkomulags okkar milliliðalaust niður til (starfsmanna fyrirtækjasviðs) þar sem boðin virðast ávallt ruglast á leið niður keðjuna og/eða á fundum lánanefndar. Ég vil helst ekki lenda í því að framkvæmdir við NT stöðvist vegna þess að ekki er hægt að klára lánssamninginn við bankann sem á tæpan helming í fyrirtækinu. Það mun gleðja hvorugan okkar." segir stjórnarmaðurinn Björn Ingi við forstjórann Lárus, en Saxbygg var sjötti stærsti hluthafi Glitnis á þessum tímapunkti. Aðeins tveimur vikum síðar, eða hinn 17. september 2008, var lánasamningurinn upp á rúma fjóra milljarða króna undirritaður. Þetta var tveimur dögum eftir fall Lehman Brothers í Bandaríkjunum og 10 dögum áður en stjórnarformaður Glitnis gekk á fund seðlabankastjóra til að óska eftir neyðarláni, en algjört frost var á lánamörkuðum á þessum tíma. Björn Ingi Sveinsson var ekki í aðstöðu til að veita fréttastofu viðtal, en hann viðurkenndi að hafa sent Lárusi umræddan tölvupóst. Björn sagðist ekki hafa sent póstinn sem stjórnarmaður heldur hafi hann verið að krefjast þess að samkomulag sem Saxbygg hefði gert við Glitni yrði efnt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Fjármálaeftirlitið málið til athugunar. Óvíst er hvort bygging Norðurturnsins verði nokkurn tímann kláruð, en framkvæmdir við hana stöðvuðust í lok október 2008. Í lögum um fjármálafyrirtæki er lagt bann við því að stjórnarmenn komi að meðferð mála sem tengjast þeim beint, en í 55. gr. laganna segir að stjórnarmenn fjármálafyrirtækis skulu ekki taka þátt í meðferð máls ef mál varðar viðskipti þeirra sjálfra eða fyrirtækja sem þeir eru fyrirsvarsmenn fyrir. Þess má geta að á sama tíma og Björn Ingi sendi póstinn, hinn 1. september 2008, var hann að byggja nýtt einbýlishús að Kópavogsbakka 8 en það var einmitt BYGG sem sá um þær framkvæmdir. Hugtakið skuggastjórnun hefur verið notað til að lýsa háttsemi þegar stór hluthafi, eða fulltrúi hans, segir stjórnanda í hlutafélagi hvaða ákvarðanir eigi að taka. Forstjóri hlutafélagsins er samt sá sem ber ábyrgð þar sem hann sækir umboð sitt til stjórnar hlutafélagsins sem er æðsta ákvörðunarvald þess milli aðalfunda. Hugtakið er að erlendri fyrirmynd, en kemur ekki fyrir í íslenskum lögum.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent