Enski boltinn

Ferguson hættur að læra á píanó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson er ýmislegt til lista lagt en hann verður þó seint góður píanóleikari. Hann hefur nú gefist upp á að verða góður píanóleikari þar sem hann hefur ekki tíma til að æfa sig.

Eiginkona Fergusons gaf honum píanó í jólagjöf fyrir tveim árum síðan og hefur Ferguson síðan reynt að glamra á gripinn.

„Ég spila ekki mikið lengur. Ég hef bara ekki tíma til þess. Ég þarf líka kennara til þess að hvetja mig áfram. Ég reyndi að æfa mig sjálfur en þetta er ekki eins auðvelt og ég hélt," sagði Ferguson við tímarit Man. Utd.

Þetta er önnur tónlistartilraun Man. Utd sem fer í súginn en Wayne Rooney gat ekki lært á gítar á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×