Stöðva verður umferð í vor 9. apríl 2010 06:00 Hætt er við miklu jarðraski verði ekki girt fyrir jeppaumferð við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi, segir prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ. Fréttablaðið/einar „Ef ekkert er að gert gæti umferð jeppa á gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi valdið umhverfisslysi. Það verður að girða fyrir bílaumferð utan jökuls þegar snjóa leysir," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og formaður Jöklarannsóknafélagsins. Litlar breytingar urðu á gosinu í gær, að hans sögn. Magnús bendir á að þrátt fyrir mikla umferð bíla í kringum gosið síðastliðnar þrjár vikur, stundum yfir hundrað á dag, bendi fátt til jarðrasks af þeirra völdum. Það geti breyst til hins verra fljótlega. Engir slóðar eru á hálsinum norðanverðum. Í leysingum verði svæðið erfitt yfirferðar og gætu jeppar sem fara utan jökulrandar valdið miklum spjöllum. Fáa bíla þarf til að búa til slóða. Í leysingum verða þeir ófærir og hætt við að nýir slóðar verði til. Af slíku verða mikil spjöll. Magnús mælir með því að næsta sumari fari jeppaslóðin frá Skógum að skála Ferðafélagsins, Baldvinsskála. Þaðan sé stutt að fara að gosstöðvunum. „Á þessu svæði hafa ekki verið bílar áður og svæðið má ekki við skemmdum. Allir verða að taka saman höndum í vor og koma í veg fyrir að Fimmvörðuháls verði eyðilagður," segir hann.- jab Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
„Ef ekkert er að gert gæti umferð jeppa á gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi valdið umhverfisslysi. Það verður að girða fyrir bílaumferð utan jökuls þegar snjóa leysir," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og formaður Jöklarannsóknafélagsins. Litlar breytingar urðu á gosinu í gær, að hans sögn. Magnús bendir á að þrátt fyrir mikla umferð bíla í kringum gosið síðastliðnar þrjár vikur, stundum yfir hundrað á dag, bendi fátt til jarðrasks af þeirra völdum. Það geti breyst til hins verra fljótlega. Engir slóðar eru á hálsinum norðanverðum. Í leysingum verði svæðið erfitt yfirferðar og gætu jeppar sem fara utan jökulrandar valdið miklum spjöllum. Fáa bíla þarf til að búa til slóða. Í leysingum verða þeir ófærir og hætt við að nýir slóðar verði til. Af slíku verða mikil spjöll. Magnús mælir með því að næsta sumari fari jeppaslóðin frá Skógum að skála Ferðafélagsins, Baldvinsskála. Þaðan sé stutt að fara að gosstöðvunum. „Á þessu svæði hafa ekki verið bílar áður og svæðið má ekki við skemmdum. Allir verða að taka saman höndum í vor og koma í veg fyrir að Fimmvörðuháls verði eyðilagður," segir hann.- jab
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira