Viðskipti innlent

Elín fékk 19 milljónir í laun fyrir þriggja mánaða starf

Elín hafði rúmlega 6 milljónir kr. í laun á mánuði þann tíma sem hún starfaði við bankann.
Elín hafði rúmlega 6 milljónir kr. í laun á mánuði þann tíma sem hún starfaði við bankann.

Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi bankastjóri fékk rúmar 19 milljónir króna í laun hjá Landsbankanum í fyrra, en hún starfaði einungis hjá bankanum fyrstu þrjá mánuði ársins.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Landsbankans. Samkvæmt þessu hefur Elín haft rúmlega 6 milljónir kr. í laun á mánuði þann tíma sem hún starfaði við bankann.

Ásmundur Stefánsson tók við af Elínu í mars 2009. Árslaun hans, það er hina níu mánuðina í fyrra ná ekki þeim launum sem Elín hafði. Ásmundur var með 17,5 milljón króna í laun í fyrra eða rétt tæplega 2 milljónir kr. á mánuði.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×