Hundruð milljóna horfnar 10. apríl 2010 18:48 Hundruð milljóna króna hafa horfið út af reikningum Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, á síðustu misserum. Búið er að krefjast kyrrsetningar á eigum hans og Steingríms Péturssonar, viðskiptafélaga hans, en báðir sæta þeir skattrannsókn. Skattrannsóknarstjóri krafðist nú fyrir helgi að eignir tveggja manna yrðu kyrrsettar vegna ríflega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips og Steingrímur Pétursson, viðskiptafélagi hans. Þeir félagar eiga meðal annars Sjöfn sem lengi vel einbeitti sér að því að selja málningu. Hlutverk og stefna félagsins breyttist þó og varð fjárfestingarfyrirtæki sem fjárfesti í óskráðum félögum og fasteignum. Þá var Baldur einnig áberandi sem forstjóri Eimskipafélags Íslands en Baldur tapaði dómsmáli þar sem hann krafðist 140 milljóna króna starfslokagreiðslu þrátt fyrir milljarða tap félagsins undir hans stjórn. Skattrannsóknarstjóri sagði í fréttum okkar í gær að það hefði þurft að kyrrsetja eigur auðmanna fyrr til að koma í veg fyrir að þeir kæmu þeim undan. „Þetta hefur verið að gerast fyrir framan á nefið á okkur. Það tæmast bara reikningar," segir Stefán Skjaldarson, skattrannsóknarstjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hundruð milljóna króna horfið út af reikningum Baldurs á síðustu misserum. Þá flutti Baldur fjórar fasteignir, meðal annars einbýlishús á Akureyri þar sem hann er nú búsettur, af eigin nafni yfir í félagið BÖG árið 2008. Félagið er að fullu í hans eigu en möguleiki er fyrir hendi að krefjast kyrrsetningar á eignarhlutum manna í félögum. Ekki náðist í Baldur í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Hundruð milljóna króna hafa horfið út af reikningum Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, á síðustu misserum. Búið er að krefjast kyrrsetningar á eigum hans og Steingríms Péturssonar, viðskiptafélaga hans, en báðir sæta þeir skattrannsókn. Skattrannsóknarstjóri krafðist nú fyrir helgi að eignir tveggja manna yrðu kyrrsettar vegna ríflega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips og Steingrímur Pétursson, viðskiptafélagi hans. Þeir félagar eiga meðal annars Sjöfn sem lengi vel einbeitti sér að því að selja málningu. Hlutverk og stefna félagsins breyttist þó og varð fjárfestingarfyrirtæki sem fjárfesti í óskráðum félögum og fasteignum. Þá var Baldur einnig áberandi sem forstjóri Eimskipafélags Íslands en Baldur tapaði dómsmáli þar sem hann krafðist 140 milljóna króna starfslokagreiðslu þrátt fyrir milljarða tap félagsins undir hans stjórn. Skattrannsóknarstjóri sagði í fréttum okkar í gær að það hefði þurft að kyrrsetja eigur auðmanna fyrr til að koma í veg fyrir að þeir kæmu þeim undan. „Þetta hefur verið að gerast fyrir framan á nefið á okkur. Það tæmast bara reikningar," segir Stefán Skjaldarson, skattrannsóknarstjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hundruð milljóna króna horfið út af reikningum Baldurs á síðustu misserum. Þá flutti Baldur fjórar fasteignir, meðal annars einbýlishús á Akureyri þar sem hann er nú búsettur, af eigin nafni yfir í félagið BÖG árið 2008. Félagið er að fullu í hans eigu en möguleiki er fyrir hendi að krefjast kyrrsetningar á eignarhlutum manna í félögum. Ekki náðist í Baldur í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira