Svandís: Hegðun þáttagerðarmanna Top Gear verði rannsökuð 10. apríl 2010 12:59 Mynd/Anton Brink Gæta þarf betur að umgengni ferðafólks upp að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Einkum nú þegar frost er að fara úr jörðu og jarðvegur verður viðkvæmur fyrir ágangi. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Hún vonast til þess að meintur utanvegaakstur þáttagerðamanna Top Gear verði rannsakaður. Umhverfisstofnun, sem heyrir undir umhverfisráðuneytið, hefur krafist þess að hegðun Top Gear manna á nýstorknuðu hrauni við Fimmvörðuháls verði rannsökuð af lögreglu. Utanvegaakstur er bannaður á Íslandi en forsvarmenn þáttanna segjast ekki hafa ekið utanvegar heldur sett slíkan akstur á svið. Umhverfisráðherra minnir á að nýja hraunið eigi að umgangast af virðingu. Þá sé ekki síður mikilvægt að minna fólk á mikilvægi þess að ganga vel um svæðið, sérstaklega nú þegar frost tekur að leysa úr jörðu og gróður tekur að spretta á ný. „Yfir höfuð þá finnst mér þetta mjög mikið áhyggjuefni, það er að segja umgengnin við þetta nýja hraun. Það væri náttúrulega þyngri en tárum taki ef að hraunið væri ónýtt áður en það kólnar. Við þurfum að umgangast það eins og önnur náttúruverðmæti að virðingu," segir Svandís. Tengdar fréttir Segjast hafa gætt varúðar þegar þeir kveiktu í dekkjum Arctic Trucks, sem hefur aðstoðað aðstandendur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear, segja að fyllsta öryggis hafi verið gætt þegar þeir létu kvikna í dekki á jeppabifreið í hraunjaðri eldgosins á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan á Hvolsvelli gagnrýndi þá félaga harðlega fyrir uppátækið og minntu á að aðstæður væru lífshættulegar við eldgosið. 8. apríl 2010 16:08 Top Gear í tíu tíma að komast að eldstöðvunum Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. 7. apríl 2010 12:32 Vill að Sýslumaður rannsaki ferðir Top Gear fólksins utan vega Umhverfisstofnun hefur sent Sýslumanninum á Hvolsvelli erindi og óskað eftir því að hann rannsaki meintan akstur sjónvarpsfólks úr Top Gear þáttunum utanvega á Fimmvörðuhálsi. 8. apríl 2010 17:56 Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13 Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Gæta þarf betur að umgengni ferðafólks upp að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Einkum nú þegar frost er að fara úr jörðu og jarðvegur verður viðkvæmur fyrir ágangi. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Hún vonast til þess að meintur utanvegaakstur þáttagerðamanna Top Gear verði rannsakaður. Umhverfisstofnun, sem heyrir undir umhverfisráðuneytið, hefur krafist þess að hegðun Top Gear manna á nýstorknuðu hrauni við Fimmvörðuháls verði rannsökuð af lögreglu. Utanvegaakstur er bannaður á Íslandi en forsvarmenn þáttanna segjast ekki hafa ekið utanvegar heldur sett slíkan akstur á svið. Umhverfisráðherra minnir á að nýja hraunið eigi að umgangast af virðingu. Þá sé ekki síður mikilvægt að minna fólk á mikilvægi þess að ganga vel um svæðið, sérstaklega nú þegar frost tekur að leysa úr jörðu og gróður tekur að spretta á ný. „Yfir höfuð þá finnst mér þetta mjög mikið áhyggjuefni, það er að segja umgengnin við þetta nýja hraun. Það væri náttúrulega þyngri en tárum taki ef að hraunið væri ónýtt áður en það kólnar. Við þurfum að umgangast það eins og önnur náttúruverðmæti að virðingu," segir Svandís.
Tengdar fréttir Segjast hafa gætt varúðar þegar þeir kveiktu í dekkjum Arctic Trucks, sem hefur aðstoðað aðstandendur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear, segja að fyllsta öryggis hafi verið gætt þegar þeir létu kvikna í dekki á jeppabifreið í hraunjaðri eldgosins á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan á Hvolsvelli gagnrýndi þá félaga harðlega fyrir uppátækið og minntu á að aðstæður væru lífshættulegar við eldgosið. 8. apríl 2010 16:08 Top Gear í tíu tíma að komast að eldstöðvunum Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. 7. apríl 2010 12:32 Vill að Sýslumaður rannsaki ferðir Top Gear fólksins utan vega Umhverfisstofnun hefur sent Sýslumanninum á Hvolsvelli erindi og óskað eftir því að hann rannsaki meintan akstur sjónvarpsfólks úr Top Gear þáttunum utanvega á Fimmvörðuhálsi. 8. apríl 2010 17:56 Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13 Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Segjast hafa gætt varúðar þegar þeir kveiktu í dekkjum Arctic Trucks, sem hefur aðstoðað aðstandendur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear, segja að fyllsta öryggis hafi verið gætt þegar þeir létu kvikna í dekki á jeppabifreið í hraunjaðri eldgosins á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan á Hvolsvelli gagnrýndi þá félaga harðlega fyrir uppátækið og minntu á að aðstæður væru lífshættulegar við eldgosið. 8. apríl 2010 16:08
Top Gear í tíu tíma að komast að eldstöðvunum Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. 7. apríl 2010 12:32
Vill að Sýslumaður rannsaki ferðir Top Gear fólksins utan vega Umhverfisstofnun hefur sent Sýslumanninum á Hvolsvelli erindi og óskað eftir því að hann rannsaki meintan akstur sjónvarpsfólks úr Top Gear þáttunum utanvega á Fimmvörðuhálsi. 8. apríl 2010 17:56
Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13
Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45