Innlent

Föst í skála á Fimmvörðuhálsi

Mynd/Pjetur
Erlent ferðafólk hefur verið veðurteppt í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi í þrjá daga. Lögreglan á Hvolsvelli segir veður snælduvitlaust á svæðinu og varar fólk eindregið við því að vera á ferð.

Fólkið lagði af stað að gosinu í góðu veðri fyrir um þremur dögum, á leiðinni hreppti það mikið óveður og leitaði það skjóls í Baldvinsskála.

Það var vel útbúið vistum og tækjum og vildi ekki trufla lögreglu- eða björgunarsveitamenn, heldur vildi bíða storminn af sér. Í morgun fór því þó að leiðast þófið og hafði samband við lögregluna í gegnum talsstöð sem það hafði meðferðis.

Björgunarsveitir eru lagðar af stað til að sækja fólkið. Færðin er þó mjög slæm og er því talið að það muni reynast þrautinni þyngri að komast til þeirra.

Magnús Ragnarsson, lögregluþjónn á Hvolsvelli, segir það einnig ástæðuna fyrir því að ekki var vitað af því. Björgunarsveitir hafi ætlað að kanna hvort einhver væri á ferli á svæðinu í gær en urðu frá að hverfa vegna veðurs auk þess sem engin umferð var og engin hafði látið vita af sér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×