Erlent

Trúleysingjar freista þess að fá páfa handtekinn

Tveir Bretar og þekktir trúleysingjar, Cristopher Hitchens og Richard Dawkins, ætla að freista þess að fá Benedikt 16. páfa handtekinn þegar hann kemur til Bretlands í haust. Þeir segja nægar forsendur fyrir handtökunni því Páfi hafi þaggað niður kynferðisbrot í kaþólsku kirkjunni og hylmt yfir með kynferðisbrotamönnum.

Þeir Hitchens og Dawkins segja að þrátt fyrir að Páfi sé þjóðarleiðtogi sé hann ekki friðhelgur því hann sé ekki leiðtogi ríkis sem njóti viðurkenningar Sameinuðu þjóðanna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×