Innlent

Vigdís verður áttræð á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vigdís Finnbogadóttir verður áttræð á morgun. mynd/ GVA.
Vigdís Finnbogadóttir verður áttræð á morgun. mynd/ GVA.
Vigdís Finnbogadóttir verður sæmd heiðursdoktorsnafnbót hjá Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Hugvísindasvið Háskóla Íslands í tilefni af áttræðisafmæli hennar á morgun.

Ásdís R. Magnúsdóttir, deildarforseti, stýrir athöfninni og til máls taka þau Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Páll Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor, Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs, Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs og Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Vigdís Finnbogadóttir ávarpar samkomuna og kór Kársnesskóla syngur.

Þá verður Vigdísi haldin sérstök hátíðardagskrá og vísindaráðstefna í tilefni dagsins, segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×