Innlent

Hetjudáð Halla - dönsuðum af gleði

SB skrifar
Jarðeðlisfræðingarnir standa í mikilli þakkarskuld við Harald.
Jarðeðlisfræðingarnir standa í mikilli þakkarskuld við Harald.

Sigrún Hreinsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, segir hóp jarðeðlisfræðinga standa í mikilli þakkarskuld við Harald Ása Lárusson. Haraldur bjargaði GPS mælingartæki hópsins með því að hanga utan í þyrlu í morgun og veiða það upp úr flóðinu.

„Við dönsuðum af gleði þegar við heyrðum þetta," segir Sigrún sem bjóst við því þegar gosið skall á að mælitækið væri horfið. „Við héldum bara að það væri týnt og tröllum gefið, ég var ofsalega fegin að sjá að þessu var bjargað, það er alveg meiriháttar."

Upplýsingarnar sem tækið býr yfir geta reynst mikilvægar þegar aðdragandi gossins verður rannsakaður. „Þessar upplýsingar geta komið sér til góðs, við höfum verið að mæla landhreyfingar vegna atburðanna í Eyjafjallajökli og á föstudaginn greindum við að gosið í Fimmvörðuhálsi væri hætt."

Sigrún er hluti af hópi jarðfræðinga sem vinnur við þessar rannsóknir upp í Háskóla. Síðustu fregnir herma að mælingartækið verði sótt með þyrlu nú síðdegis. Hetjudáð tökumannsins bjargaði deginum.












Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×