Vegurinn að Markarfljóti verður sennilegast ekki opnaður fyrr en á morgun, segir Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Vegagerðamenn eru byrjaðir að vinna hörðum höndum að viðgerð á veginum en hann rofnaði á fjórum stöðum vegna vatnavaxta frá eldgosinu í gær.
Hreinn Halldórsson, forstjóri Vegagerðarinnar, sagði í samtali við Bylgjuna í hádeginu að mögulega yrði hægt að opna í kvöld, en Sveinn segir að nú sé líklegt að það muni tefjast.
