Erlent

Obama kemst hugsanlega ekki í jarðaför vegna eldgossins á Íslandi

Barack Obama kemst hugsanlega ekki í pólska jarðaför vegna eldgossins á Íslandi.
Barack Obama kemst hugsanlega ekki í pólska jarðaför vegna eldgossins á Íslandi.

Það er óljóst hvort forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, komist í útför Lech Kaczynski í Póllandi sem á að fara fram á Laugardaginn. Ástæðan er eldgosið í Eyjafjallajökli.

Flugumferð í allri norður Evrópu liggur niðri vegna eldgossins og gæti orðið til þess að fleiri þjóðarleiðtogar komast ekki í jarðaför pólska forsetans.

Samkvæmt fréttavef AP þá vonast forsvarsmenn Hvíta hússins til þess að Obama komist í jarðaförina en þeir fylgjast grannt með gangi mála hér á Íslandi.

Ef flugumferð liggur enn niðri um helgina vegna eldgossins þá er vandséð hvernig þjóðarleiðtoginn kemst á leiðarenda til þess að heiðra minningu pólska forsetans sem lést á sviplegan hátt í flugslysi síðustu helgi.

Þá er flugumferð í Póllandi einnig takmörkuð vegna öskufalls. Búið er að aflýsa næstum öllu flugi í norður Evrópu fyrir hádegi á morgun. Annað eins hefur ekki gerst á friðartímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×