Innlent

Neyddur til þess að drekka stíflueyði - liggur á gjörgæslu

Valur Grettisson skrifar
Maðurinn liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans.
Maðurinn liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans.

Karlmaður um fertugt liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir að menn neyddu ofan í hann ætandi stíflueyði um helgina.

Samkvæmt aðstandanda mannsins þá er hann meðal annars með innvortis brunasár á munni, vélinda, skeifugörn og maga. Honum er haldið sofandi vegna áverka sinna.

Aðstandandi segir að honum hafi verið haldið niðri og svo hafi hann verið neyddur til þess að drekka ætandi vökva sem var að gerðinni Grettir sterki og er stíflueyðir.

Maðurinn komst af sjálfsdáðum úr teitinu í leigubíl og þaðan heim til sín. Þar áttaði eiginkona hans sig á því að ekki væri allt með felldu þar sem hann gat varla tjáð sig. Var hann þá fluttur umsvifalaust á spítala þar sem í ljós kom að hann var verulega illa haldinn.

Að sögn aðstandanda mannsins þá hafa tveir karlmenn verið handteknir vegna málsins. Það hefur þó ekki fengið staðfest þar sem ekki hefur náðst í rannsóknarlögregluna á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×