Innlent

Vilja opna lofthelgi að hluta til

Forsvarsmenn evrópskra flugfélaga vilja opna minni lofthelgi.
Forsvarsmenn evrópskra flugfélaga vilja opna minni lofthelgi.

Á símafundi evrópskra flugmálayfirvalda sem haldinn var í morgun var ákveðið að þróa aðferðafræði sem gæti gert kleift að opna evrópskt loftrými án þess að ógna flugöryggi á nokkurn hátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugstoðum.

Þar segir ennfremur að búist er við að þessi áætlun verði rædd á ráðaherrafundi síðdegis og ef hún hlýtur samþykki þeirra gæti flugumferð hafist að nýju í Evrópu - þó með nokkrum takmörkunum - frá og með morgundeginum.

Um er að ræða að minni og færri svæði verða lokuð fyrir flugumferð. Þau svæði sem verða alveg lokuð verða skilgreind í kringum miðnætti í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×