Iðnaðarráðherra: Það á að láta sérfræðinga spá gosi í Kötlu 20. apríl 2010 13:36 Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir að það sé best að eftirláta vísindamönnum um eldgosaspár en ekki kjörnum fulltrúum. „Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leiti," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. Þá sagði hann að yfirvöld í Evrópu og flugfélög þyrftu að undirbúa sig undir Kötlugos og þá sérstaklega í ljósi þess að gosið nú væri eins og lítil æfing fyrir Kötlu. Ummæli forsetans hafa kallað fram reiði aðila innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að þau litu málið grafalvarlegum augum. Og ekki að undra því ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja síðan eldgosið varð í Eyjafjallajökli en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands. Ástæðan er að miklu leitinu vegna þess að erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi eldgos í sjónvarpinu og nótt að degi til í Mýrdalnum þar sem öskufallið er mest. Á sama tíma átta áhorfendur fréttanna sig ekki á því að lífið gengur sinn vangang annarstaðar á Íslandi. Katrín segir ástandið mjög viðkvæmt en sérstakur viðbragðshópur hefur verið stofnaður til þess að takast á við þessar breyttu aðstæður. Hópurinn samanstendur meðal annars af fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair, Icelandexpress auk samgönguráðs og fleiri aðila. Að sögn Katrínar þarf að gefa réttar upplýsingar til fjölmiðla erlendis og sú vinna er þegar hafin að hennar sögn. „Það má ekki gerast að menn tali með þeim hætti að allt landið sé undir," segir Katrín að lokum. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
„Mín skoðun er sú að það eigi að láta almannavarnir og vísindamenn um það að meta hvort eldgos í Kötlu sé á næsta leiti," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði í viðtali í þættinum Newsnight sem er sýndur í breska ríkissjónvarpinu að það væri ekki spurning hvort Katla gysi heldur hvenær. Þá sagði hann að yfirvöld í Evrópu og flugfélög þyrftu að undirbúa sig undir Kötlugos og þá sérstaklega í ljósi þess að gosið nú væri eins og lítil æfing fyrir Kötlu. Ummæli forsetans hafa kallað fram reiði aðila innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að þau litu málið grafalvarlegum augum. Og ekki að undra því ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja síðan eldgosið varð í Eyjafjallajökli en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands. Ástæðan er að miklu leitinu vegna þess að erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi eldgos í sjónvarpinu og nótt að degi til í Mýrdalnum þar sem öskufallið er mest. Á sama tíma átta áhorfendur fréttanna sig ekki á því að lífið gengur sinn vangang annarstaðar á Íslandi. Katrín segir ástandið mjög viðkvæmt en sérstakur viðbragðshópur hefur verið stofnaður til þess að takast á við þessar breyttu aðstæður. Hópurinn samanstendur meðal annars af fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair, Icelandexpress auk samgönguráðs og fleiri aðila. Að sögn Katrínar þarf að gefa réttar upplýsingar til fjölmiðla erlendis og sú vinna er þegar hafin að hennar sögn. „Það má ekki gerast að menn tali með þeim hætti að allt landið sé undir," segir Katrín að lokum.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina. 20. apríl 2010 10:35