AGS: Staða Íslands betri en búist var við 21. apríl 2010 16:00 Skýrsla starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í kjölfar annarrar endurskoðunar á áætlun sjóðsins fyrir Ísland liggur nú fyrir. Meginniðurstöður hennar eru að staða Íslands er mun betri í dag en vonast var til þegar áætluninni var hrint af stokkunum í kjölfar hrunsins haustið 2008. Þremur af lykilatriðum í áætluninni er nú lokið og það fjórða, endurskipulagning sparisjóðanna, er á lokastigi. Öll markmið áætlunarinnar fram að þessum tímapunkti eru í höfn og er stöðug styrking á gengi krónunnar frá fyrstu endurskoðuninni þar m.a. nefnd til sögunnar. Raunar segir starfsfólk AGS að þróun verðbólgunnar og vöruskiptajöfnuðar í jákvæða átt frá árslokum 2008 sé áhrifamikil (striking). Nýjar upplýsingar um fjárhagsstöðu einkageirans gefi til kynna að veikleikar hagkerfisins séu aðeins minni en áður var talið. Hinsvegar er tekið fram í skýrslunni að þótt hagkerfið hafi staðið sig betur en væntingar voru um geti hin erfiða skuldastaða valdið því að hagkerfið búi við veikan vöxt um tíma. Hvað vöxt hagkerfisins varðar segir starfslið AGS að tafir á stóriðjuframkvæmdum tefji hann sem stendur. Hinsvegar hafi breytingar á fjármálastefnunni og endurskipulagning á skuldum einkageirans vegið að hluta til upp á móti þeirri töf. AGS býst við því að heildarskuldastaða landsins muni ná hámarki í ár og nemi þá 300% af landsframleiðslunni. Eftir þetta ár muni skuldirnar fara minnkandi en að vísu hægar en von var á. Ástæða þessa er m.a. vegna endurmats á tímasetningum á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Þá geti veruleg raunlækkun á gengi krónunnar valdið vandamálum. Útlitið yfir sjálfbærni skulda hins opinbera hefur batnað einkum vegna þess að mat á endurheimtum á útistandi kröfum hins opinbera frá hruninu 2008 sýnir að meira komi í ríkiskassann en áður var talið. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Skýrsla starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í kjölfar annarrar endurskoðunar á áætlun sjóðsins fyrir Ísland liggur nú fyrir. Meginniðurstöður hennar eru að staða Íslands er mun betri í dag en vonast var til þegar áætluninni var hrint af stokkunum í kjölfar hrunsins haustið 2008. Þremur af lykilatriðum í áætluninni er nú lokið og það fjórða, endurskipulagning sparisjóðanna, er á lokastigi. Öll markmið áætlunarinnar fram að þessum tímapunkti eru í höfn og er stöðug styrking á gengi krónunnar frá fyrstu endurskoðuninni þar m.a. nefnd til sögunnar. Raunar segir starfsfólk AGS að þróun verðbólgunnar og vöruskiptajöfnuðar í jákvæða átt frá árslokum 2008 sé áhrifamikil (striking). Nýjar upplýsingar um fjárhagsstöðu einkageirans gefi til kynna að veikleikar hagkerfisins séu aðeins minni en áður var talið. Hinsvegar er tekið fram í skýrslunni að þótt hagkerfið hafi staðið sig betur en væntingar voru um geti hin erfiða skuldastaða valdið því að hagkerfið búi við veikan vöxt um tíma. Hvað vöxt hagkerfisins varðar segir starfslið AGS að tafir á stóriðjuframkvæmdum tefji hann sem stendur. Hinsvegar hafi breytingar á fjármálastefnunni og endurskipulagning á skuldum einkageirans vegið að hluta til upp á móti þeirri töf. AGS býst við því að heildarskuldastaða landsins muni ná hámarki í ár og nemi þá 300% af landsframleiðslunni. Eftir þetta ár muni skuldirnar fara minnkandi en að vísu hægar en von var á. Ástæða þessa er m.a. vegna endurmats á tímasetningum á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Þá geti veruleg raunlækkun á gengi krónunnar valdið vandamálum. Útlitið yfir sjálfbærni skulda hins opinbera hefur batnað einkum vegna þess að mat á endurheimtum á útistandi kröfum hins opinbera frá hruninu 2008 sýnir að meira komi í ríkiskassann en áður var talið.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira