Viðskipti innlent

AGS: Auknir skattar á eldsneyti og tóbak skila engu

Mynd/Vísir.
Í skýrslu starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland er að finna töflu þar fjallað er um tekjur ríkissjóðs af nýlegum skattahækkunum. Þar kemur fram að skattar á eldsneyti og tóbak muni ekki skila neinu aukalega til ríkisins á þessu ári.

 

Fram kemur að breytingar á tekjuskatti muni gefa tekjur upp á 0,8% af landsframleiðslu og breytingar á virðisaukaskatti munu gefa samtals 0,3% af landsframleiðslu. Þá er 10% hækkun á áfengisgjöldum sögð skila 0,1% af landsframleiðslu.

 

Hinsvegar mun auknir skattar á bensín og díselolíu og hækkun á bifreiðagjöldum ekki skila neinu aukalega til ríkissjóðs eða 0,0% eins og stendur í töflunni. Það sama á við um 10% hækkun á tóbaksgjöldum.

 

Orkuskattarnir munu hinsvegar skila 0,3% og hátekjuskattur 0,2%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×