Þurfa að greiða milljónir í miskabætur vegna skipunar dómara 23. apríl 2010 11:42 Árni Mathiesen og íslenska ríkið var dæmt til þess að greiða Guðmundi Kristjánssyni lögmanni óskipt þrjár og hálfa milljón í miskabætur fyrir að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara árið 2007. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðmundur sótti um starfið en fékk ekki. Hann stefndi því ríkinu og Árna sem var sitjandi dómsmálaráðherra þegar hann skipaði Þorstein í starfið. Skipunin þótti verulega umdeild á sínum tíma en Þorsteinn er sonur Davíðs Oddssonar. Þá fylgdi Árni ekki mati dómnefndar sem var faglega skipuð en hún komst að þeirri niðurstöðu að Þorsteinn væri ekki heppilegastur í starfið. Þorsteinn var flokkaður tveimur hæfnisflokkum neðar en Guðmundur. Svo segir í dómi héraðsdóms: „Í ljósi þess að stefndi, Árni, taldi umsögn dómnefndarinnar „ógegnsæja, lítt rökstudda og að innra ósamræmis gætti við mat á reynslu umsækjenda af ýmsum störfum" þá bar honum að rannsaka málið frekar. Það gerði hann ekki. Þótt stutt hafi verið til áramóta og jólahátíðin framundan þá réttlætir það ekki að stefndi, Árni, lét hjá líða að fara að stjórnsýslulögum. Með vísan til þess sem að framan greinir var verulegur annmarki á ákvörðun stefnda, Árna, er hann skipaði í dómaraembættið og að uppfyllt eru skilyrði almennu skaðabótareglunnar um að ákvörðunin hafi verið tekin með saknæmum og ólögmætum hætti." Guðmundur vildi einnig að skaðabótaskylda ríkisins yrði viðurkennd en fékk ekki. Þá skal ríkið og Árni greiða milljón í málskostnað. Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Fleiri fréttir Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sjá meira
Árni Mathiesen og íslenska ríkið var dæmt til þess að greiða Guðmundi Kristjánssyni lögmanni óskipt þrjár og hálfa milljón í miskabætur fyrir að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara árið 2007. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðmundur sótti um starfið en fékk ekki. Hann stefndi því ríkinu og Árna sem var sitjandi dómsmálaráðherra þegar hann skipaði Þorstein í starfið. Skipunin þótti verulega umdeild á sínum tíma en Þorsteinn er sonur Davíðs Oddssonar. Þá fylgdi Árni ekki mati dómnefndar sem var faglega skipuð en hún komst að þeirri niðurstöðu að Þorsteinn væri ekki heppilegastur í starfið. Þorsteinn var flokkaður tveimur hæfnisflokkum neðar en Guðmundur. Svo segir í dómi héraðsdóms: „Í ljósi þess að stefndi, Árni, taldi umsögn dómnefndarinnar „ógegnsæja, lítt rökstudda og að innra ósamræmis gætti við mat á reynslu umsækjenda af ýmsum störfum" þá bar honum að rannsaka málið frekar. Það gerði hann ekki. Þótt stutt hafi verið til áramóta og jólahátíðin framundan þá réttlætir það ekki að stefndi, Árni, lét hjá líða að fara að stjórnsýslulögum. Með vísan til þess sem að framan greinir var verulegur annmarki á ákvörðun stefnda, Árna, er hann skipaði í dómaraembættið og að uppfyllt eru skilyrði almennu skaðabótareglunnar um að ákvörðunin hafi verið tekin með saknæmum og ólögmætum hætti." Guðmundur vildi einnig að skaðabótaskylda ríkisins yrði viðurkennd en fékk ekki. Þá skal ríkið og Árni greiða milljón í málskostnað.
Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Fleiri fréttir Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sjá meira