Allir þingmenn frá 2008 kunni að víkja 24. apríl 2010 08:00 Uppgjör Steinunnar Valdísar Steinunn skilaði skattstjóra bókhaldi sínu árið 2007 „sem þótt mjög skrítið á þeim tíma“. Hún telur að fleiri frambjóðendur en hún mættu opna bókhald sitt. Mynd/rósa Innan Samfylkingarinnar hefur þess verið krafist að allir þeir sem sátu á Alþingi fram að hruni 2008 segi af sér. Ekki er óhugsandi að þetta sé réttmæt krafa og nauðsynlegt sé að verða við henni. Svo segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ef störf umbótanefndarinnar leiða til þeirrar niðurstöðu að menn hafi brugðist á þessum tíma, þá hljóta allir að fara," segir hún og vísar til nýskipaðrar sextán manna nefndar, sem er meðal annarra stýrt af Jóni Ólafssyni heimspekingi. Nefndin á að „leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins". Steinunn bendir á það að Samfylkingin þurfi að horfast í augu við fortíð sína og þær ákvarðanir sem teknar voru. „Samfylkingin sem flokkur ákvað að standa fyrir galopnum prófkjörum 2006 og var sem flokkur afskaplega ánægð með hversu mikið var auglýst í þeim, því það auglýsti flokkinn um leið. Það er þessi sameiginlega ábyrgð flokksins sem ég er að kalla eftir," segir Steinunn Valdís. Sjálf hafi hún alltaf verið andsnúin opnum prófkjörum, enda séu þau ekki holl stjórnmálasamtökum. Steinunn hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að hafa safnað miklu fé í prófkjörsbaráttu sinni árið 2006 og fólk hefur safnast saman við heimili hennar til að krefjast þess að hún segi af sér. „Ég hef ekkert að fela. Ég skilaði þessu bókhaldi árið 2007 á minni eigin kennitölu til skattsins, sem þótti mjög skrítið á þeim tíma. Ég skilaði öllum fylgiskjölunum og skatturinn fór yfir hverja einustu kvittun án athugasemda. Nú er svo komið að fólk telur sig þess umkomið að tala um mútugreiðslur, að ég hafi stungið þessum peningum í eigin vasa," segir Steinunn Valdís. Henni þætti rétt að fleiri frambjóðendur opnuðu bókhald sitt. - kóþ Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
Innan Samfylkingarinnar hefur þess verið krafist að allir þeir sem sátu á Alþingi fram að hruni 2008 segi af sér. Ekki er óhugsandi að þetta sé réttmæt krafa og nauðsynlegt sé að verða við henni. Svo segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ef störf umbótanefndarinnar leiða til þeirrar niðurstöðu að menn hafi brugðist á þessum tíma, þá hljóta allir að fara," segir hún og vísar til nýskipaðrar sextán manna nefndar, sem er meðal annarra stýrt af Jóni Ólafssyni heimspekingi. Nefndin á að „leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins". Steinunn bendir á það að Samfylkingin þurfi að horfast í augu við fortíð sína og þær ákvarðanir sem teknar voru. „Samfylkingin sem flokkur ákvað að standa fyrir galopnum prófkjörum 2006 og var sem flokkur afskaplega ánægð með hversu mikið var auglýst í þeim, því það auglýsti flokkinn um leið. Það er þessi sameiginlega ábyrgð flokksins sem ég er að kalla eftir," segir Steinunn Valdís. Sjálf hafi hún alltaf verið andsnúin opnum prófkjörum, enda séu þau ekki holl stjórnmálasamtökum. Steinunn hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að hafa safnað miklu fé í prófkjörsbaráttu sinni árið 2006 og fólk hefur safnast saman við heimili hennar til að krefjast þess að hún segi af sér. „Ég hef ekkert að fela. Ég skilaði þessu bókhaldi árið 2007 á minni eigin kennitölu til skattsins, sem þótti mjög skrítið á þeim tíma. Ég skilaði öllum fylgiskjölunum og skatturinn fór yfir hverja einustu kvittun án athugasemda. Nú er svo komið að fólk telur sig þess umkomið að tala um mútugreiðslur, að ég hafi stungið þessum peningum í eigin vasa," segir Steinunn Valdís. Henni þætti rétt að fleiri frambjóðendur opnuðu bókhald sitt. - kóþ
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira