Innlent

Tvær látnar eftir bílslys

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tvær af stúlkunum þremur sem fluttar voru á gjörgæsludeild Landspítalans í gær eftir alvarlegt bílslys eru látnar, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á deildinni. Sú þriðja er enn á gjörgæsludeildinni.

Fjögur ungmenni voru flutt á sjúkrahús eftir að bíllinn valt við Mánatorg norðan við Keflavík um hálfsjöleytið í gærmorgun. Í bílnum voru þrjár stúlkur og einn piltur. Öll voru þau rétt undir tvítugu. Stúlkurnar þrjár voru fluttar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, en svo á gjörgæsludeild. Pilturinn var fluttur á sjúkrahús í Keflavík.

Ekki hafa verið gefnar nánari upplýsingar um tildrög slyssins en lögreglan rannsakar málið.

Ekki verður greint frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×