Innlent

Vilja skýrari reglur um forsetann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mörgum þykir sem Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert forsetaembættið pólitískara en áður var. Mynd/ Vilhelm.
Mörgum þykir sem Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert forsetaembættið pólitískara en áður var. Mynd/ Vilhelm.
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, telur að forsætisráðuneytið verði að setja nýjar siðareglur um forsetaembættið. Menn verði að gera það upp við sig hvaða hlutverki forsetaembættið eigi að gegna í samfélaginu.

Svavar sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að nauðsynlegt væri að ákveða hvort forsetaembættið væri pólitískt eða ekki, eða hvort hreinlega ætti að leggja það niður. „Það á að setja lög um starfsemi forsetaembættisins og skýra stjórnarskrárákvæði," sagði Svavar. Það þyrfti að vera sátt en ekki stríð um sameiningartáknið

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri tók undir með Svavari og sagði að það væri viss vandi hversu stóran þátt forsetaembættið hefði leikið í aðdraganda að hruninu.

„Stóri vandi okkar er sá að Alþingi setur niður af sérstöku tilefni heila nefnd til að fjalla um siðferðisbrest í samfélaginu og þær afleiðingar sem urðu af honum. Þjóðhöfðinginn er einn af aðalleikurum í þessari skýrslu og ég held að enginn þjóð hafi lent í slíkri aðstöðu með þjóðhöfðingja sinn og það er í raun og vera vandinn sem þarf að taka á," sagði Þorsteinn.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×