Innlent

Haldið sofandi eftir að hafa drukkið stíflueyði

Manni sem drakk stíflueyði í Húsasmiðjunni við Skútuvog fyrr í kvöld er haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu er líðan mannsins stöðug. Hann var með meðvitund þegar hann kom á spítalann og var honum strax veitt viðeigandi meðferð af sjúkfraflutningamönnum.

Sjúkrabíll var kvaddur að versluninni um klukkan hálfníu í kvöld en það voru starfsmenn verslunarinnar sem komu að manninum eftir að hann hafði drukkið efnið.






Tengdar fréttir

Fluttur á slysadeild eftir að hafa drukkið stíflueyði

Maður var fluttur á slysadeild um klukkan hálfníu í kvöld eftir að hann hafði drukkið stíflueyði í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Að sögn vakstjóra hjá slökkviliðinu voru það starfsmenn Húsasmiðjunnar sem kvöddu sjúkralið á vettvang en maðurinn var mjög veikur enda um afar sterkt efni að ræða sem brennir innyfli og getur verið baneitrað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×