Eineltisrapp tilkynnt til lögreglunnar - fórnarlambið í stofufangelsi 29. apríl 2010 14:00 Eineltið getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fórnarlömbin. Athugið að myndin er úr safni. „Systir mín kærði þetta í dag," segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. Nýjasta útspil eins gerandans, sá sem hefur haft sig mest í frammi, er rapplag sem hann hefur birt á vefsvæðinu Youtube. Þar lýsir hann í texta lagsins hvernig hann ætlar að beita piltinn ofbeldi. Fjölskyldu drengsins var nóg boðið þegar þau heyrðu lagið og ákváðu að tilkynna það til lögreglunnar. Eineltið byrjaði fyrir um ári síðan að sögn frænku piltsins. Í upphafi snérist eineltið um líkamlegt ásigkomulag piltsins sem var þykkur að sögn frænku hans. Málið komst svo í hámæli þegar nokkrir piltar gengu í skrokk á honum fyrir um ári síðan. „Hann var fljótlega laminn á skólalóðinni," segir frænka hans en hann hlaut áverka eftir ofbeldið. Eftir árásina þá hefur eineltið ágerst með þeim afleiðingum að hann getur varla farið út á götu að sögn frænku piltsins. „Hann er í stofufangelsi. Hann getur ekki farið út á götu af ótta við eineltið," segir hún en skólayfirvöld hafa reynt að grípa í taumana. Frænka piltsins segir að skólinn hafi brugðist vel við vegna eineltisins. „Skólinn hefur góða eineltisstefnu og það er ekkert út á það að setja," segir frænka piltsins en það virðist engu breyta, ofbeldið heldur áfram að sögn frænkunnar. Rapplagið sem pilturinn samdi er með svo svæsnum texta að barnaverndaryfirvöld í Sandgerði eru með málið til skoðunar að sögn frænku piltsins. Í textanum segir pilturinn að hann muni lemja hann í klessu og breyta æsku hans í martröð. Á köflum verður textinn svo dónalegur að það er ekki hægt að hafa það eftir. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að lögreglan hefði fengið tilkynningu um málið. Aftur á móti er drengurinn sem samdi lagið ósakhæfur og því var málinu vísað til forvarnafulltrúans á Suðurnesjum auk þess sem skólayfirvöld og barnavernd koma að lausn málsins. Vísir mun ekki vísa á myndbandið af tillitssemi við þá sem að málinu koma. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Systir mín kærði þetta í dag," segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. Nýjasta útspil eins gerandans, sá sem hefur haft sig mest í frammi, er rapplag sem hann hefur birt á vefsvæðinu Youtube. Þar lýsir hann í texta lagsins hvernig hann ætlar að beita piltinn ofbeldi. Fjölskyldu drengsins var nóg boðið þegar þau heyrðu lagið og ákváðu að tilkynna það til lögreglunnar. Eineltið byrjaði fyrir um ári síðan að sögn frænku piltsins. Í upphafi snérist eineltið um líkamlegt ásigkomulag piltsins sem var þykkur að sögn frænku hans. Málið komst svo í hámæli þegar nokkrir piltar gengu í skrokk á honum fyrir um ári síðan. „Hann var fljótlega laminn á skólalóðinni," segir frænka hans en hann hlaut áverka eftir ofbeldið. Eftir árásina þá hefur eineltið ágerst með þeim afleiðingum að hann getur varla farið út á götu að sögn frænku piltsins. „Hann er í stofufangelsi. Hann getur ekki farið út á götu af ótta við eineltið," segir hún en skólayfirvöld hafa reynt að grípa í taumana. Frænka piltsins segir að skólinn hafi brugðist vel við vegna eineltisins. „Skólinn hefur góða eineltisstefnu og það er ekkert út á það að setja," segir frænka piltsins en það virðist engu breyta, ofbeldið heldur áfram að sögn frænkunnar. Rapplagið sem pilturinn samdi er með svo svæsnum texta að barnaverndaryfirvöld í Sandgerði eru með málið til skoðunar að sögn frænku piltsins. Í textanum segir pilturinn að hann muni lemja hann í klessu og breyta æsku hans í martröð. Á köflum verður textinn svo dónalegur að það er ekki hægt að hafa það eftir. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að lögreglan hefði fengið tilkynningu um málið. Aftur á móti er drengurinn sem samdi lagið ósakhæfur og því var málinu vísað til forvarnafulltrúans á Suðurnesjum auk þess sem skólayfirvöld og barnavernd koma að lausn málsins. Vísir mun ekki vísa á myndbandið af tillitssemi við þá sem að málinu koma.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira