Innlent

Lögreglunni bar skylda til að sinna kalli frá dómnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Eiríksson segir að lögreglan bregðist við kalli frá dómara eins og öllum öðrum. Mynd/ Vilhelm.
Stefán Eiríksson segir að lögreglan bregðist við kalli frá dómara eins og öllum öðrum. Mynd/ Vilhelm.
„Við erum kallaðir þarna til af dómara eftir að tilraunir dómara og þingvarða til þess að fá fólk, sem að var ofaukið i réttarsalnum, út úr salnum báru ekki árangur og við sinnum einfaldlega því kalli," segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan handtók tvo menn í morgun sem voru að fylgjast með fyrirtöku í máli níu manna sem eru ákærðir fyrir brot gegn Alþingi og brot gegn valdstjórninni í Búsáhaldarbyltingunni í fyrra.

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Birgitta Jónsdóttir þingmaður gagnrýndu handtökuna í samtali við fréttamann fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag. Stefán Eiríksson segir að lögreglan geri bara það sem henni ber lögum samkvæmt. „Ég get ekki meira sagt vegna þess að ég veit ekki mikið meira um málið," segir Stefán.

Spurður um það hvort hann hyggist fara sérstaklega yfir málið, segir Stefán að lögreglan fari yfir öll verkefni sín og velti þeim fyrir sér. „Okkar verk að sinna því þegar dómarar, eins og allir aðrir, kalla," segir Stefán Eiríksson.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×