Þrátefli aðgerðarleysis varð Íslandi dýrkeypt 1. maí 2010 08:30 Páll Hreinson, Salvör Nordal, Ólafur Þ. Harðarson og Helgi I. Jónsson héldu erindi og sátu fyrir svörum í gær á málstofu um eftirmál hrunsins.Fréttablaðið/GVA Fjölmenni mætti í gær á málstofu félaga lögfræðinga, lögmanna og dómara um það hvað taki við í íslensku samfélagi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið gefin út. Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði í framsögu á málstofunni að orsakanna fyrir bankahruninu væri aðallega að leita í áhættu sem bankarnir tóku á árunum 2004 til 2006. „Í þessum hraða vexti sprengdu bankarnir innra eftirlit og gæðakerfi sín,“ sagði Páll sem kvað engan vafa á því að bankarnir hefðu farið alltof geyst í skuldabréfaútgáfu á erlendum mörkuðum. Páll sagði að þegar ljóst hafi verið hvert stefndi hafi stjórnkerfið ekki brugðist við til að lágmarka tjónið í óumflýjanlegu hruni heldur hafi Seðlabankinn og stjórnarráðið bent hvort á annað. „Þetta endaði því í þrátefli aðgerðarleysis,“ lýsti Páll stöðunni. Bæði Páll Hreinsson og Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, sögðust telja að koma þyrfti á sérstöku millidómstigi til að létta sívaxandi álagi af núverandi dómskerfi. Líkti Páll komandi málafjölda við hamfarahlaup. „Ef það á að geta náðst sátt í samfélag okkar verður nauðsynlegt uppgjör að geta farið fram fyrir dómstólum,“ sagði hann. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og einn höfunda siðakafla skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sagði þætti lögmanna ekki hafa verið gerð sérstök skil í skýrslunni. Hún minnti hins vegar á að í siðareglum Lögmannafélags Íslands sé tekin fram ótvíræð skylda lögmanna gagnvart réttvísi og réttlæti. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, kallaði eftir opnari og málefnalegri umræðu en hér hefði tíðkast. Reynt hafi verið að þagga niður í fólki, hlaupið hafi verið eftir „pólitískum dillum“ og skort hafi á virðingu fyrir áliti sérfræðinga. Páll tók undir með Ólafi um að verulega skorti á eðlilega rökræðu hér. Til dæmis hafi lögmenn ekki verið nógu duglegir að taka til máls. „Það er alveg ljóst að háskólasamfélagið var beitt hótunum um að fá ekki kostun ef óróaseggir þar hættu ekki að tala illa um bankana,“ sagði Páll. „Á endanum held ég að þetta hafi verið eins og í nýju fötunum keisarans – að keisarinn hafi gengið ber alllengi þegar loksins var á það bent.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fjölmenni mætti í gær á málstofu félaga lögfræðinga, lögmanna og dómara um það hvað taki við í íslensku samfélagi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið gefin út. Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði í framsögu á málstofunni að orsakanna fyrir bankahruninu væri aðallega að leita í áhættu sem bankarnir tóku á árunum 2004 til 2006. „Í þessum hraða vexti sprengdu bankarnir innra eftirlit og gæðakerfi sín,“ sagði Páll sem kvað engan vafa á því að bankarnir hefðu farið alltof geyst í skuldabréfaútgáfu á erlendum mörkuðum. Páll sagði að þegar ljóst hafi verið hvert stefndi hafi stjórnkerfið ekki brugðist við til að lágmarka tjónið í óumflýjanlegu hruni heldur hafi Seðlabankinn og stjórnarráðið bent hvort á annað. „Þetta endaði því í þrátefli aðgerðarleysis,“ lýsti Páll stöðunni. Bæði Páll Hreinsson og Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, sögðust telja að koma þyrfti á sérstöku millidómstigi til að létta sívaxandi álagi af núverandi dómskerfi. Líkti Páll komandi málafjölda við hamfarahlaup. „Ef það á að geta náðst sátt í samfélag okkar verður nauðsynlegt uppgjör að geta farið fram fyrir dómstólum,“ sagði hann. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og einn höfunda siðakafla skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sagði þætti lögmanna ekki hafa verið gerð sérstök skil í skýrslunni. Hún minnti hins vegar á að í siðareglum Lögmannafélags Íslands sé tekin fram ótvíræð skylda lögmanna gagnvart réttvísi og réttlæti. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, kallaði eftir opnari og málefnalegri umræðu en hér hefði tíðkast. Reynt hafi verið að þagga niður í fólki, hlaupið hafi verið eftir „pólitískum dillum“ og skort hafi á virðingu fyrir áliti sérfræðinga. Páll tók undir með Ólafi um að verulega skorti á eðlilega rökræðu hér. Til dæmis hafi lögmenn ekki verið nógu duglegir að taka til máls. „Það er alveg ljóst að háskólasamfélagið var beitt hótunum um að fá ekki kostun ef óróaseggir þar hættu ekki að tala illa um bankana,“ sagði Páll. „Á endanum held ég að þetta hafi verið eins og í nýju fötunum keisarans – að keisarinn hafi gengið ber alllengi þegar loksins var á það bent.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira