Þrátefli aðgerðarleysis varð Íslandi dýrkeypt 1. maí 2010 08:30 Páll Hreinson, Salvör Nordal, Ólafur Þ. Harðarson og Helgi I. Jónsson héldu erindi og sátu fyrir svörum í gær á málstofu um eftirmál hrunsins.Fréttablaðið/GVA Fjölmenni mætti í gær á málstofu félaga lögfræðinga, lögmanna og dómara um það hvað taki við í íslensku samfélagi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið gefin út. Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði í framsögu á málstofunni að orsakanna fyrir bankahruninu væri aðallega að leita í áhættu sem bankarnir tóku á árunum 2004 til 2006. „Í þessum hraða vexti sprengdu bankarnir innra eftirlit og gæðakerfi sín,“ sagði Páll sem kvað engan vafa á því að bankarnir hefðu farið alltof geyst í skuldabréfaútgáfu á erlendum mörkuðum. Páll sagði að þegar ljóst hafi verið hvert stefndi hafi stjórnkerfið ekki brugðist við til að lágmarka tjónið í óumflýjanlegu hruni heldur hafi Seðlabankinn og stjórnarráðið bent hvort á annað. „Þetta endaði því í þrátefli aðgerðarleysis,“ lýsti Páll stöðunni. Bæði Páll Hreinsson og Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, sögðust telja að koma þyrfti á sérstöku millidómstigi til að létta sívaxandi álagi af núverandi dómskerfi. Líkti Páll komandi málafjölda við hamfarahlaup. „Ef það á að geta náðst sátt í samfélag okkar verður nauðsynlegt uppgjör að geta farið fram fyrir dómstólum,“ sagði hann. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og einn höfunda siðakafla skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sagði þætti lögmanna ekki hafa verið gerð sérstök skil í skýrslunni. Hún minnti hins vegar á að í siðareglum Lögmannafélags Íslands sé tekin fram ótvíræð skylda lögmanna gagnvart réttvísi og réttlæti. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, kallaði eftir opnari og málefnalegri umræðu en hér hefði tíðkast. Reynt hafi verið að þagga niður í fólki, hlaupið hafi verið eftir „pólitískum dillum“ og skort hafi á virðingu fyrir áliti sérfræðinga. Páll tók undir með Ólafi um að verulega skorti á eðlilega rökræðu hér. Til dæmis hafi lögmenn ekki verið nógu duglegir að taka til máls. „Það er alveg ljóst að háskólasamfélagið var beitt hótunum um að fá ekki kostun ef óróaseggir þar hættu ekki að tala illa um bankana,“ sagði Páll. „Á endanum held ég að þetta hafi verið eins og í nýju fötunum keisarans – að keisarinn hafi gengið ber alllengi þegar loksins var á það bent.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Fjölmenni mætti í gær á málstofu félaga lögfræðinga, lögmanna og dómara um það hvað taki við í íslensku samfélagi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið gefin út. Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði í framsögu á málstofunni að orsakanna fyrir bankahruninu væri aðallega að leita í áhættu sem bankarnir tóku á árunum 2004 til 2006. „Í þessum hraða vexti sprengdu bankarnir innra eftirlit og gæðakerfi sín,“ sagði Páll sem kvað engan vafa á því að bankarnir hefðu farið alltof geyst í skuldabréfaútgáfu á erlendum mörkuðum. Páll sagði að þegar ljóst hafi verið hvert stefndi hafi stjórnkerfið ekki brugðist við til að lágmarka tjónið í óumflýjanlegu hruni heldur hafi Seðlabankinn og stjórnarráðið bent hvort á annað. „Þetta endaði því í þrátefli aðgerðarleysis,“ lýsti Páll stöðunni. Bæði Páll Hreinsson og Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, sögðust telja að koma þyrfti á sérstöku millidómstigi til að létta sívaxandi álagi af núverandi dómskerfi. Líkti Páll komandi málafjölda við hamfarahlaup. „Ef það á að geta náðst sátt í samfélag okkar verður nauðsynlegt uppgjör að geta farið fram fyrir dómstólum,“ sagði hann. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og einn höfunda siðakafla skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sagði þætti lögmanna ekki hafa verið gerð sérstök skil í skýrslunni. Hún minnti hins vegar á að í siðareglum Lögmannafélags Íslands sé tekin fram ótvíræð skylda lögmanna gagnvart réttvísi og réttlæti. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, kallaði eftir opnari og málefnalegri umræðu en hér hefði tíðkast. Reynt hafi verið að þagga niður í fólki, hlaupið hafi verið eftir „pólitískum dillum“ og skort hafi á virðingu fyrir áliti sérfræðinga. Páll tók undir með Ólafi um að verulega skorti á eðlilega rökræðu hér. Til dæmis hafi lögmenn ekki verið nógu duglegir að taka til máls. „Það er alveg ljóst að háskólasamfélagið var beitt hótunum um að fá ekki kostun ef óróaseggir þar hættu ekki að tala illa um bankana,“ sagði Páll. „Á endanum held ég að þetta hafi verið eins og í nýju fötunum keisarans – að keisarinn hafi gengið ber alllengi þegar loksins var á það bent.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira