William K. Black: Íslensku bankarnir voru eitt stórt Ponzi svindl 2. maí 2010 13:40 William K. Black ásamt Agli Helgasyni fyrir ári síðan. „Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. Hann sagði að hann hefði skoðað enskan úrdrátt skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þar hafi hann beinlínis séð skólabókardæmi um bókhaldssvik. Hann sagði að svindlið hefði fjóra einkennandi þætti og þeir væru allir hrópandi augljósir í tilfelli bankanna þriggja sem hrundu í september-október 2008 á Íslandi. Skilyrðin eru meðal annars þau að bankarnir vaxa gríðarlega á stuttum tíma. Þeir lána yfirgengilega háar upphæðir fyrir léleg veð. Og þeir leggja ekkert í varasjóði. „Þetta er Ponzi svindl," sagði Black við Egil. Hann segir að auki að svindlið sé í raun einfalt. Bankarnir láni til að mynda öðrum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sér sjálfum. Það séu ekki eðlileg viðskipti. Væri slíkt eðlilegt þá gætu bankar orðið risastórir á svipstundu. Í raun hafi verið um sýndarhagnað að ræða. Þá sagði Black einnig að afleiðingar slíkra svindla séu alvarlegar. Þau geta eyðilagt efnahag landsins. Black bendir einnig á að þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar sem bankahrunið hafði fyrir íslenskan efnahag sé enn hryllilegra að hugsa til þess ef bankarnir hefðu fengið að halda ótrauðir áfram í fjögur ár í viðbót. Black velkist ekki í vafa um hvað hefði þá gerst; íslenska efnahagskerfið hefði sogast með í gjaldþrot bankana. Aðspurður sagði Black að það væri ekki raunhæft að ætlast til þess að allt það fé sem væri nú horfið yrði endurheimt í gegnum útrásarvíkinga eða aðra sem mögulega eru sekir um afbrot. Hans reynsla sýni að eingöngu örlítil prósenta af horfnum fjármunu verður endurheimt. Það séu engu síður háar fjárhæðir. „Það á að rétta yfir þeim eins og öðrum glæpamönnum," sagði Black sem hefur gríðarlega reynslu af rannsókn efnahagsbrota í Bandaríkjunum. Black gagnrýnir einnig stjórnvöld fyrir bankahrun. Hann segir að þau hafi verið klappstýrur bankanna og ráðist mjög harkalega á alla þá sem gagnrýndu kerfið hér á landi. Þau hafi gert grín að gagnrýnendum og í raun brotið þá á bak aftur. Black segir stjórnvöld hafa selt bönkunum sálu sína. Að lokum segir hann skýrslu rannsóknarnefndarinnar óvenjulega hreinskilna og taka vel á hlutunum. En hún sjái ekki fjársvikin þrátt fyrir að þau séu hrópandi augljós í skýrslunni að mati Black. „Ef þú leitar ekki að fjársvikunum þá finnur þú náttúrulega ekki fjársvik," sagði hann að lokum. Hægt er að fræðast um Ponzi-svindl hér. Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
„Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. Hann sagði að hann hefði skoðað enskan úrdrátt skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þar hafi hann beinlínis séð skólabókardæmi um bókhaldssvik. Hann sagði að svindlið hefði fjóra einkennandi þætti og þeir væru allir hrópandi augljósir í tilfelli bankanna þriggja sem hrundu í september-október 2008 á Íslandi. Skilyrðin eru meðal annars þau að bankarnir vaxa gríðarlega á stuttum tíma. Þeir lána yfirgengilega háar upphæðir fyrir léleg veð. Og þeir leggja ekkert í varasjóði. „Þetta er Ponzi svindl," sagði Black við Egil. Hann segir að auki að svindlið sé í raun einfalt. Bankarnir láni til að mynda öðrum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sér sjálfum. Það séu ekki eðlileg viðskipti. Væri slíkt eðlilegt þá gætu bankar orðið risastórir á svipstundu. Í raun hafi verið um sýndarhagnað að ræða. Þá sagði Black einnig að afleiðingar slíkra svindla séu alvarlegar. Þau geta eyðilagt efnahag landsins. Black bendir einnig á að þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar sem bankahrunið hafði fyrir íslenskan efnahag sé enn hryllilegra að hugsa til þess ef bankarnir hefðu fengið að halda ótrauðir áfram í fjögur ár í viðbót. Black velkist ekki í vafa um hvað hefði þá gerst; íslenska efnahagskerfið hefði sogast með í gjaldþrot bankana. Aðspurður sagði Black að það væri ekki raunhæft að ætlast til þess að allt það fé sem væri nú horfið yrði endurheimt í gegnum útrásarvíkinga eða aðra sem mögulega eru sekir um afbrot. Hans reynsla sýni að eingöngu örlítil prósenta af horfnum fjármunu verður endurheimt. Það séu engu síður háar fjárhæðir. „Það á að rétta yfir þeim eins og öðrum glæpamönnum," sagði Black sem hefur gríðarlega reynslu af rannsókn efnahagsbrota í Bandaríkjunum. Black gagnrýnir einnig stjórnvöld fyrir bankahrun. Hann segir að þau hafi verið klappstýrur bankanna og ráðist mjög harkalega á alla þá sem gagnrýndu kerfið hér á landi. Þau hafi gert grín að gagnrýnendum og í raun brotið þá á bak aftur. Black segir stjórnvöld hafa selt bönkunum sálu sína. Að lokum segir hann skýrslu rannsóknarnefndarinnar óvenjulega hreinskilna og taka vel á hlutunum. En hún sjái ekki fjársvikin þrátt fyrir að þau séu hrópandi augljós í skýrslunni að mati Black. „Ef þú leitar ekki að fjársvikunum þá finnur þú náttúrulega ekki fjársvik," sagði hann að lokum. Hægt er að fræðast um Ponzi-svindl hér.
Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira