William K. Black: Íslensku bankarnir voru eitt stórt Ponzi svindl 2. maí 2010 13:40 William K. Black ásamt Agli Helgasyni fyrir ári síðan. „Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. Hann sagði að hann hefði skoðað enskan úrdrátt skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þar hafi hann beinlínis séð skólabókardæmi um bókhaldssvik. Hann sagði að svindlið hefði fjóra einkennandi þætti og þeir væru allir hrópandi augljósir í tilfelli bankanna þriggja sem hrundu í september-október 2008 á Íslandi. Skilyrðin eru meðal annars þau að bankarnir vaxa gríðarlega á stuttum tíma. Þeir lána yfirgengilega háar upphæðir fyrir léleg veð. Og þeir leggja ekkert í varasjóði. „Þetta er Ponzi svindl," sagði Black við Egil. Hann segir að auki að svindlið sé í raun einfalt. Bankarnir láni til að mynda öðrum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sér sjálfum. Það séu ekki eðlileg viðskipti. Væri slíkt eðlilegt þá gætu bankar orðið risastórir á svipstundu. Í raun hafi verið um sýndarhagnað að ræða. Þá sagði Black einnig að afleiðingar slíkra svindla séu alvarlegar. Þau geta eyðilagt efnahag landsins. Black bendir einnig á að þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar sem bankahrunið hafði fyrir íslenskan efnahag sé enn hryllilegra að hugsa til þess ef bankarnir hefðu fengið að halda ótrauðir áfram í fjögur ár í viðbót. Black velkist ekki í vafa um hvað hefði þá gerst; íslenska efnahagskerfið hefði sogast með í gjaldþrot bankana. Aðspurður sagði Black að það væri ekki raunhæft að ætlast til þess að allt það fé sem væri nú horfið yrði endurheimt í gegnum útrásarvíkinga eða aðra sem mögulega eru sekir um afbrot. Hans reynsla sýni að eingöngu örlítil prósenta af horfnum fjármunu verður endurheimt. Það séu engu síður háar fjárhæðir. „Það á að rétta yfir þeim eins og öðrum glæpamönnum," sagði Black sem hefur gríðarlega reynslu af rannsókn efnahagsbrota í Bandaríkjunum. Black gagnrýnir einnig stjórnvöld fyrir bankahrun. Hann segir að þau hafi verið klappstýrur bankanna og ráðist mjög harkalega á alla þá sem gagnrýndu kerfið hér á landi. Þau hafi gert grín að gagnrýnendum og í raun brotið þá á bak aftur. Black segir stjórnvöld hafa selt bönkunum sálu sína. Að lokum segir hann skýrslu rannsóknarnefndarinnar óvenjulega hreinskilna og taka vel á hlutunum. En hún sjái ekki fjársvikin þrátt fyrir að þau séu hrópandi augljós í skýrslunni að mati Black. „Ef þú leitar ekki að fjársvikunum þá finnur þú náttúrulega ekki fjársvik," sagði hann að lokum. Hægt er að fræðast um Ponzi-svindl hér. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
„Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum, í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu. Hann sagði að hann hefði skoðað enskan úrdrátt skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þar hafi hann beinlínis séð skólabókardæmi um bókhaldssvik. Hann sagði að svindlið hefði fjóra einkennandi þætti og þeir væru allir hrópandi augljósir í tilfelli bankanna þriggja sem hrundu í september-október 2008 á Íslandi. Skilyrðin eru meðal annars þau að bankarnir vaxa gríðarlega á stuttum tíma. Þeir lána yfirgengilega háar upphæðir fyrir léleg veð. Og þeir leggja ekkert í varasjóði. „Þetta er Ponzi svindl," sagði Black við Egil. Hann segir að auki að svindlið sé í raun einfalt. Bankarnir láni til að mynda öðrum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sér sjálfum. Það séu ekki eðlileg viðskipti. Væri slíkt eðlilegt þá gætu bankar orðið risastórir á svipstundu. Í raun hafi verið um sýndarhagnað að ræða. Þá sagði Black einnig að afleiðingar slíkra svindla séu alvarlegar. Þau geta eyðilagt efnahag landsins. Black bendir einnig á að þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar sem bankahrunið hafði fyrir íslenskan efnahag sé enn hryllilegra að hugsa til þess ef bankarnir hefðu fengið að halda ótrauðir áfram í fjögur ár í viðbót. Black velkist ekki í vafa um hvað hefði þá gerst; íslenska efnahagskerfið hefði sogast með í gjaldþrot bankana. Aðspurður sagði Black að það væri ekki raunhæft að ætlast til þess að allt það fé sem væri nú horfið yrði endurheimt í gegnum útrásarvíkinga eða aðra sem mögulega eru sekir um afbrot. Hans reynsla sýni að eingöngu örlítil prósenta af horfnum fjármunu verður endurheimt. Það séu engu síður háar fjárhæðir. „Það á að rétta yfir þeim eins og öðrum glæpamönnum," sagði Black sem hefur gríðarlega reynslu af rannsókn efnahagsbrota í Bandaríkjunum. Black gagnrýnir einnig stjórnvöld fyrir bankahrun. Hann segir að þau hafi verið klappstýrur bankanna og ráðist mjög harkalega á alla þá sem gagnrýndu kerfið hér á landi. Þau hafi gert grín að gagnrýnendum og í raun brotið þá á bak aftur. Black segir stjórnvöld hafa selt bönkunum sálu sína. Að lokum segir hann skýrslu rannsóknarnefndarinnar óvenjulega hreinskilna og taka vel á hlutunum. En hún sjái ekki fjársvikin þrátt fyrir að þau séu hrópandi augljós í skýrslunni að mati Black. „Ef þú leitar ekki að fjársvikunum þá finnur þú náttúrulega ekki fjársvik," sagði hann að lokum. Hægt er að fræðast um Ponzi-svindl hér.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira