Innlent

Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund

Már Guðmundsson, seðlabnkastjóri, Tillagan gerir ráð fyrir að laun hans hækki um 400 þúsund krónur á mánuði.
Már Guðmundsson, seðlabnkastjóri, Tillagan gerir ráð fyrir að laun hans hækki um 400 þúsund krónur á mánuði.
Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði og verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð.

Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðsins, segir í samtali við Morgunblaðið að þegar núverandi bankastjóri var ráðinn hafi hann verið að koma út starfi í útlöndum þar sem hann naut margfaldra launakjara á við þau sem hér giltu. Hún segir að þegar Már hafi verið ráðinn hafi honum verið lofuð að þau kjör sem þá voru í boði fyrir Seðlabankastjóra giltu áfram.

Tillagan hefur ekki verið samþykkt í ráðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×