Innlent

Starfsmenn ráðuneytisins hætti að nota bíla

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifaði undir fyrstu sex samningana í dag. Fleiri slíkir munu fylgja í kjölfarið
Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifaði undir fyrstu sex samningana í dag. Fleiri slíkir munu fylgja í kjölfarið
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nokkrir starfsmenn ráðuneytisins skrifuðu í dag undir fyrstu samgöngusamningana sem ráðuneytið gerir við starfsmenn sína. Tilgangur þeirra er að hvetja til vistvæns samgöngumáta starfsmanna.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifaði undir fyrstu sex samningana og fleiri munu fylgja í kjölfarið, að því er fram kemur í tilkynningu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kristján sagði við það tækifæri að með þessu væri ráðuneytið að leggja áherslu á að vera öðrum vinnustöðum fyrirmynd á þessu sviði.

Í fyrstu grein samningsins eru starfsmenn hvattir til að nýta sér vistvænan samgöngumáta og er þar átt við að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur. Í annarri grein segir að þeir starfsmenn sem afsali sér rétti til að nota bílastæði á vegum ráðuneytisins eigi rétt á árlegum samgöngustuðningi í staðinn. Greitt verður andvirði árskorts í strætisvagna en starfsmönnum er frjálst að velja annan samgöngumáta. Þá mun ráðuneytið bjóða starfsmönnum strætómiða og afnot af reiðhjóli til notkunar fyrir styttri ferðir vegna vinnu sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×