Innlent

Flatkökurnar skornar niður í Seðlabankanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Boðið var upp á kexkökur með kaffinu í Seðlabankanum í morgun
Boðið var upp á kexkökur með kaffinu í Seðlabankanum í morgun
Það er samdráttur í hagkerfi Íslendinga um þessar mundir og ljóst að allar ríkisstofnanir þurfa að bregðast við því. Þetta fengu blaðamenn að reyna þegar þeir voru viðstaddir fund með seðlabankastjóra í dag. Á þenslutímabilinu var blaðamönnum yfirleitt boðið upp á dýrindis veitingar, meðal annars flatkökur, þegar seðlabankastjóri kynnti stýrivaxtaákvörðun bankans. Slíkur fundur var haldinn í bankanum klukkan ellefu í morgun en flatkökurnar var hvergi að finna heldur var boðið upp á kexkökur með kaffinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×