Innlent

Rænulitir laxar eftir veturinn

Viktor og Hannes Arnar gengu fram á dauða laxa í Elliðaánum í gær.
Fréttablaðið/Daníel
Viktor og Hannes Arnar gengu fram á dauða laxa í Elliðaánum í gær. Fréttablaðið/Daníel
Bræðurnir Viktor og Hannes Arnar gengu fram á níu dauða laxa í Elliðaánum í gær þar sem þeir voru á labbi með pabba sínum. Einn laxanna var lifandi þegar feðgana bar að en drapst fljótlega.

Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, segir líklegustu skýringuna þá að hleypt var úr stíflunni við Elliðavatn nú fyrir helgina. Laxarnir hafi gengið í fyrra og verið í lóninu yfir vetrartímann. „Þeir eru þá gjarnan orðnir rænulitlir um vorið og drepast þegar þeir koma út í strauminn,“ segir Guðni.-rat


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×