Lífið

Sindri Eldon segir plötu Hafdísar Huldar heilalausa

Synchronised Swimmers er jafn gagnslaus og tilraunir til að lækna hátíðarþunglyndi að mati Sindra Eldon.
Synchronised Swimmers er jafn gagnslaus og tilraunir til að lækna hátíðarþunglyndi að mati Sindra Eldon.
Tónlistarkonan Hafdís Huld fær á baukinn í nýjasta tölublaði Reykjavík Grapevine, sem kom út fyrir helgi. Gagnrýnandinn Sindri Eldon tekur fyrir plötu hennar, Synchronised Swimmers, og sparar ekki stóru orðin.

Hann segir plötuna svo heilalausa að stemningin sé eins og hjá Brady Bunch-fjölskyldunni, væru meðlimir hennar á prósaki og að hún sé gagnslaus eins og tilraunir til að lækna hátíðaþunglyndi.

Sindri klykkir svo út með því að segja að ef þunglyndi hafi ekki þegar drepið hlustandann myndi platan sjá um það með ömurlegum forheimskandi tilburðum?

Grapevine tekur jákvæðan Íslandsvinkil á nýrri forsíðu sinni og hvetur túrista til að sækja landið heim.
Dóminn má sjá á blaðsíðu 30 í nýjasta tölublaði Grapevine.

Hér er glænýtt myndband Hafdísar við lagið Action Man.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.