Innlent

Vill að fólk njóti lágmarks friðhelgi

Boði Logason skrifar
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, ætla að skoða réttarstöðu sína vegna ummæla sem voru látin falla um hana í kosningabaráttunni
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, ætla að skoða réttarstöðu sína vegna ummæla sem voru látin falla um hana í kosningabaráttunni Mynd/Anton Brink

„Nei, ég ætla ekkert að fara yfir það í augnablikinu," segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, aðspurð um að útskýra ummæli sín frekar sem hún lét falla í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar sagðist hún ætla að skoða réttarstöðu sína vegna ummæla sem voru látin falla um hana í kosningabaráttunni.

Sóley vill ekki gefa upp hvers konar ummæli þetta voru. „Það þarf ekkert annað en að renna yfir umfjöllun í kosningabaráttunni," segir hún og tekur fram að þessi meintu ummæli hafi birst bæði í blöðum og netheimum. „Og bara víða. Þetta á ekki að viðgangast í samfélaginu. Þetta snýst um að fólk fái að njóta lágmarks friðhelgi þó það gegni opinberum embættum."

Hún segir að fólk hafi lagt ansi mikið á sig til að viðhalda ímyndinni um öfgafullan feminisma og hafi persónugert hana í þeirri baráttu. Aðspurð um hvort að slíkt hafi ekki viðgengist áður en kosningabaráttan hófst í vor segir Sóley: „Það ágerðist mjög í kosningabaráttunni, það er bara eitthvað sem á ekki að líðast."

Málið er þó enn á byrjunarstigi. „Ég er með fólk í að skoða þetta mál, það er ekki búið að leggja fram neina kæru. Við erum bara að fara yfir gögn og skoða þetta."




Tengdar fréttir

Langt seilst þegar börnin manns eru notuð í pólitískum tilgangi

„Það getur allt gerst, við gætum þurrkast út og við gætum fengið fullt af borgarfulltrúum,“ sagði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í viðtali við Sólveigu Bergmann og Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×