Telja að ráðherra hafi kippt fótunum undan rækjufyrirtækjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. ágúst 2010 18:30 Starfsmenn Byggðastofnunar eru þeirrar skoðunar að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hafi kippti fótunum undan rekstrargrundvelli nokkurra viðskiptavina stofnunarinnar þegar hann gerði veiðar á úthafsrækju frjálsar. Þessi ákvörðun gæti þýtt að Byggðastofnun þurfi að afskrifa 1,3 milljarða króna vegna lána til fjögurra fyrirtækja. Byggðastofnun er með átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og vinnslu í viðskiptum. Eins og fréttastofa hefur greint frá eru fjögur þessara fyrirtækja með lán þar sem einu tryggingarnar á bak við lánin eru veð í úthafsrækjukvóta og samtals skulda þessi fyrirtæki Byggðastofnun 1.260 milljónir króna. Þar sem ekki hafa verið rekstrarforsendur til að veiða rækjukvóta þessara fjögurra fyrirtækja undanfarin ár vegna hás olíuverðs og lítils kvóta hefur Byggðastofnun þurft að sýna þeim þolinmæði þar sem ekki hefur þótt borga sig fyrir stofnunina að leysa til sín kvótann. Hins vegar varð sú breyting á núverandi fiskveiðiári að hagkvæmt þótti að veiða úthafsrækju aftur og stefnir í dag allt í að allur kvóti ársins auk kvóta sem geymdur var frá fiskveiðiárinu 2008/9 verði veiddur. Afurðaverð hafði hækkað og olíuverð lækkað. Ákveðin teikn voru á lofti um að rækjuúitgerðin væri að rétta úr kútnum og því voru enn verðmæti í lánveitingum Byggðastofnunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það skoðun starfsmanna Byggðastofnunar að sú yfirlýsing sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar hafi í raun og veru verið til þess fallin að kippa fótunum undan þessum viðskiptavinum Byggðastofnunar. Í hnotskurn þá urðu útlánin til þeirra fyrirtækja sem eiga í hlut verðlaus, en voru það ekki fyrir. Hafa þessi sjónarið verið reifuð af starfsmönnum stofnunarinnar, og þeir hafa lýst áhyggjum sínum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Nú er svo komið, eins og fréttastofa greindi frá í gær, að Ríkisendurskoðun ætlar að fara í sérstaka úttekt á útlánum Byggðastofnunar einmitt vegna þessara sömu útlána til fyrirtækja í rækjuvinnslu, en Byggðastofnun mun hugsanlega þurfa að afskrifa á annan milljarð króna vegna þessara útlána. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Starfsmenn Byggðastofnunar eru þeirrar skoðunar að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hafi kippti fótunum undan rekstrargrundvelli nokkurra viðskiptavina stofnunarinnar þegar hann gerði veiðar á úthafsrækju frjálsar. Þessi ákvörðun gæti þýtt að Byggðastofnun þurfi að afskrifa 1,3 milljarða króna vegna lána til fjögurra fyrirtækja. Byggðastofnun er með átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og vinnslu í viðskiptum. Eins og fréttastofa hefur greint frá eru fjögur þessara fyrirtækja með lán þar sem einu tryggingarnar á bak við lánin eru veð í úthafsrækjukvóta og samtals skulda þessi fyrirtæki Byggðastofnun 1.260 milljónir króna. Þar sem ekki hafa verið rekstrarforsendur til að veiða rækjukvóta þessara fjögurra fyrirtækja undanfarin ár vegna hás olíuverðs og lítils kvóta hefur Byggðastofnun þurft að sýna þeim þolinmæði þar sem ekki hefur þótt borga sig fyrir stofnunina að leysa til sín kvótann. Hins vegar varð sú breyting á núverandi fiskveiðiári að hagkvæmt þótti að veiða úthafsrækju aftur og stefnir í dag allt í að allur kvóti ársins auk kvóta sem geymdur var frá fiskveiðiárinu 2008/9 verði veiddur. Afurðaverð hafði hækkað og olíuverð lækkað. Ákveðin teikn voru á lofti um að rækjuúitgerðin væri að rétta úr kútnum og því voru enn verðmæti í lánveitingum Byggðastofnunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það skoðun starfsmanna Byggðastofnunar að sú yfirlýsing sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar hafi í raun og veru verið til þess fallin að kippa fótunum undan þessum viðskiptavinum Byggðastofnunar. Í hnotskurn þá urðu útlánin til þeirra fyrirtækja sem eiga í hlut verðlaus, en voru það ekki fyrir. Hafa þessi sjónarið verið reifuð af starfsmönnum stofnunarinnar, og þeir hafa lýst áhyggjum sínum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Nú er svo komið, eins og fréttastofa greindi frá í gær, að Ríkisendurskoðun ætlar að fara í sérstaka úttekt á útlánum Byggðastofnunar einmitt vegna þessara sömu útlána til fyrirtækja í rækjuvinnslu, en Byggðastofnun mun hugsanlega þurfa að afskrifa á annan milljarð króna vegna þessara útlána.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira