Bíður eftir borgarstjóra en er númer 200 í röðinni 21. september 2010 13:40 Jón Gnarr borgarstjóri. Móðir barns í Ölduselsskóla í Breiðholti tekur undir þær gagnrýnisraddir sem heyrst hafa að undanförnu þess efnis að erfitt sé að komast í samband við Jón Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur. Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins sagði í viðtali á Vísi í gær að erfiðara væri að komast í samband við Jón en Osama bin Laden. „Ég tek undir þetta," segir Júlía Hjaltadóttir, foreldri í Ölduselsskóla og meðlimur í stjórn foreldrafélags skólans. Fyrir síðustu mánaðarmót hringdi hún í ráðhúsið og óskaði eftir viðtali við Jón Gnarr en hún vill ræða við hann um ástand skólalóðarinnar í Ölduselsskóla. Þá var henni tjáð að aðeins væri hægt að panta tíma með bogarstjóra með tölvupósti. Það gerði Júlía 24. ágúst síðastliðinn og hún bíður enn eftir borgarstjóranum. „Svarið sem ég fékk var sjálfvirkt en þar sagði að beiðnin yrði tekin til greina og tími fundinn." „Ég skrifaði svo til baka 30. ágúst þar sem ég spurði hvort það væri venjan að bíða í viku eftir viðtali við borgarstjóra. Ef svo væri fyndist mér það lélegt. Ég fékk svo svar þar sem mér var tjáð að um 200 manns væru á biðlista. En ef svo er, af hverju er þá ekki hægt að gefa mér tíma og segja mér hvar ég er í röðinni?," spyr Júlía sem finnst hart að bíða í þetta langan tíma án þess að hægt sé að fá dagsetningu á fundinn. „Samt hefur hann tíma til að vera í mótmælum og taka þátt í Popppunkti, sem er sennilega tekinn upp á miðjum degi. Hvernig er forgangsröðunin eiginlega hjá honum?" Júlía vill ræða ástandið á skólalóðinni í Ölduselsskóla. „Mér skilst að skólar í Breiðholti hafi fengið fjármagn til að taka lóðirnar í gegn hjá sér og ekki hef ég séð nein merki um það," segir Júlía en að hennar mati er lóðin til háborinnar skammar. „Ég sé ekki þetta bætta Breiðholt sem hann hefur verið að tala um," segir Júlía Hjaltadóttir að lokum. Tengdar fréttir Erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden „Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. 20. september 2010 17:53 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Móðir barns í Ölduselsskóla í Breiðholti tekur undir þær gagnrýnisraddir sem heyrst hafa að undanförnu þess efnis að erfitt sé að komast í samband við Jón Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur. Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins sagði í viðtali á Vísi í gær að erfiðara væri að komast í samband við Jón en Osama bin Laden. „Ég tek undir þetta," segir Júlía Hjaltadóttir, foreldri í Ölduselsskóla og meðlimur í stjórn foreldrafélags skólans. Fyrir síðustu mánaðarmót hringdi hún í ráðhúsið og óskaði eftir viðtali við Jón Gnarr en hún vill ræða við hann um ástand skólalóðarinnar í Ölduselsskóla. Þá var henni tjáð að aðeins væri hægt að panta tíma með bogarstjóra með tölvupósti. Það gerði Júlía 24. ágúst síðastliðinn og hún bíður enn eftir borgarstjóranum. „Svarið sem ég fékk var sjálfvirkt en þar sagði að beiðnin yrði tekin til greina og tími fundinn." „Ég skrifaði svo til baka 30. ágúst þar sem ég spurði hvort það væri venjan að bíða í viku eftir viðtali við borgarstjóra. Ef svo væri fyndist mér það lélegt. Ég fékk svo svar þar sem mér var tjáð að um 200 manns væru á biðlista. En ef svo er, af hverju er þá ekki hægt að gefa mér tíma og segja mér hvar ég er í röðinni?," spyr Júlía sem finnst hart að bíða í þetta langan tíma án þess að hægt sé að fá dagsetningu á fundinn. „Samt hefur hann tíma til að vera í mótmælum og taka þátt í Popppunkti, sem er sennilega tekinn upp á miðjum degi. Hvernig er forgangsröðunin eiginlega hjá honum?" Júlía vill ræða ástandið á skólalóðinni í Ölduselsskóla. „Mér skilst að skólar í Breiðholti hafi fengið fjármagn til að taka lóðirnar í gegn hjá sér og ekki hef ég séð nein merki um það," segir Júlía en að hennar mati er lóðin til háborinnar skammar. „Ég sé ekki þetta bætta Breiðholt sem hann hefur verið að tala um," segir Júlía Hjaltadóttir að lokum.
Tengdar fréttir Erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden „Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. 20. september 2010 17:53 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden „Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. 20. september 2010 17:53