Undrandi á 120 þúsund króna framfærslu 4. október 2010 09:37 Guðbjartur Hannesson, ráðherrra velferðarmála, segir mikilvægt að vinna gegn fátækt þannig að færri þurfi að sækja sér matargjafir hjá hjálparsamtökum. „Í fyrsta lagi þarf að laga grunnframfærslu sveitarfélaganna. Það er kannski „billegt" af mér að vera að vísa á sveitarfélögin en það hefur komið mér á óvart að þar er verið að vinna með 120 til 126 þúsund sem framfærslu," segir hann. Guðbjartur var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Biðraðir eftir matargjöfum voru þar meðal annars til umræðu. Guðbjartur segir að félagsmálaráðuneytið hafi kallað eftir fundi með þeim hjálparsamtökum sem útbýta matargjöfum. „Við munum hitta þau fljótlega í október og fara yfir hlutverk hvers fyrir sig og hvernig við getum þéttriðið þetta net," segir hann. Öll óvænt útgjöld snerta þá fátækustu sérstaklega illa, til að mynda útgjöld vegna veikinda. „Það er ljós að við þurfum líka að tryggja að við séum ekki með gjaldtökum, eins og varðandi lyf, að setja fólk í mikil vandræði," segir Guðbjartur. Hann hefur þó ekki aðeins áhyggjur af þeim sem þjást af sárustu fátæktinni. „Ég hef áhyggjur af því fólki sem er í rauninni að standa í skilum, standa við allar sínar skuldbindingar en hefur afar takmarkaða peninga til framfærslu. Það þarf líka að hafa áhyggjur af þeim hópi ekki síður en mörgum öðrum," segir Guðbjartur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, ráðherrra velferðarmála, segir mikilvægt að vinna gegn fátækt þannig að færri þurfi að sækja sér matargjafir hjá hjálparsamtökum. „Í fyrsta lagi þarf að laga grunnframfærslu sveitarfélaganna. Það er kannski „billegt" af mér að vera að vísa á sveitarfélögin en það hefur komið mér á óvart að þar er verið að vinna með 120 til 126 þúsund sem framfærslu," segir hann. Guðbjartur var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Biðraðir eftir matargjöfum voru þar meðal annars til umræðu. Guðbjartur segir að félagsmálaráðuneytið hafi kallað eftir fundi með þeim hjálparsamtökum sem útbýta matargjöfum. „Við munum hitta þau fljótlega í október og fara yfir hlutverk hvers fyrir sig og hvernig við getum þéttriðið þetta net," segir hann. Öll óvænt útgjöld snerta þá fátækustu sérstaklega illa, til að mynda útgjöld vegna veikinda. „Það er ljós að við þurfum líka að tryggja að við séum ekki með gjaldtökum, eins og varðandi lyf, að setja fólk í mikil vandræði," segir Guðbjartur. Hann hefur þó ekki aðeins áhyggjur af þeim sem þjást af sárustu fátæktinni. „Ég hef áhyggjur af því fólki sem er í rauninni að standa í skilum, standa við allar sínar skuldbindingar en hefur afar takmarkaða peninga til framfærslu. Það þarf líka að hafa áhyggjur af þeim hópi ekki síður en mörgum öðrum," segir Guðbjartur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira