Leggja til strangar hömlur á skógrækt 20. desember 2010 18:36 Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er allt skógræktarfólk hvatt til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir og spurt hvort frumvarpshöfundar vilji banna skógrækt. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, segir að ætlunin sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Í frumvarpstextanum er það orðað þannig að óheimilt verði, nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræðistofnunar, að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna. Aðalsteinn segir frumvarpið mjög illa vísindalega undirbyggt. Með því verði fórnað mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt um alla framtíð. Frelsi áhugafólks til að græða upp landið verður einnig takmarkað. Rökin eru þau að Ísland hafi skuldbundið sig til að vernda upprunalegt lífríki landsins og að sporna gegn því að ágengar framandi tegundir festi rætur. Aðalsteinn segir að í raun verði öll helstu skógræktartré bönnuð. Allar grenitegundir, furutegundir, lerki og ösp. En það verði einnig bannað að flytja innlendar tegundir til svæða innanlands þar sem þær koma ekki náttúrlega fyrir. "Þetta þýði væntanlega að bannað verður að rækta birki í Húnavatnssýslum, þar sem það kemur ekki fyrir náttúrulega í dag. Það verður bannað að rækta íslenska blæösp á Suðurlandi," segir Aðalsteinn, og býst einnig við að bannað verði að útbreiða hið vöxtulega birki úr Bæjarstaðaskógi yfir í aðra landshluta. Hann segir að afar flókið verði að fá undanþágur. Mikil skriffinnska og kostnaður leggist á sumarbústaðaeigendur, bændur og aðra sem vilji rækta landið. Þannig verði sumarhúsaeigandi, sem vilji gróðursetja tré, að leita sérstakra undanþága hjá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun, greiða gjald fyrir þá stjórnsýslu, fara í langvinnt beiðnaferli og skrifa einhverskonar áhættuskýrslu um hvað felist í þeirri aðgerð að gróðursetja eitthvað í sumarbústaðarlandinu. "Þetta er mjög íþyngandi," segir Aðalsteinn. Hann segir að í frumvarpinu felist einnig hömlur á landgræðslu, en þar séu notaðar innfluttar grastegundir. Þetta hamli einnig þróun landbúnaðar, og nefnir áform um ræktun repju. Með hlýnandi loftslagi gefist færa á að rækta margar nýjar erlendar tegundir en allt slíkt yrði sömu takmörkunum háð og þyrfti að fara í gegnum sama ferlið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum ráða hér för. Úr frumvarpsdrögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi. Í ljósi þekkingar um ofbeit segir Aðalsteinn þó vekja athygli að búfé verður undanþegið lögunum og engar hömlur lagðar á frelsi sauðkindarinnar. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er allt skógræktarfólk hvatt til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir og spurt hvort frumvarpshöfundar vilji banna skógrækt. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, segir að ætlunin sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Í frumvarpstextanum er það orðað þannig að óheimilt verði, nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræðistofnunar, að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna. Aðalsteinn segir frumvarpið mjög illa vísindalega undirbyggt. Með því verði fórnað mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt um alla framtíð. Frelsi áhugafólks til að græða upp landið verður einnig takmarkað. Rökin eru þau að Ísland hafi skuldbundið sig til að vernda upprunalegt lífríki landsins og að sporna gegn því að ágengar framandi tegundir festi rætur. Aðalsteinn segir að í raun verði öll helstu skógræktartré bönnuð. Allar grenitegundir, furutegundir, lerki og ösp. En það verði einnig bannað að flytja innlendar tegundir til svæða innanlands þar sem þær koma ekki náttúrlega fyrir. "Þetta þýði væntanlega að bannað verður að rækta birki í Húnavatnssýslum, þar sem það kemur ekki fyrir náttúrulega í dag. Það verður bannað að rækta íslenska blæösp á Suðurlandi," segir Aðalsteinn, og býst einnig við að bannað verði að útbreiða hið vöxtulega birki úr Bæjarstaðaskógi yfir í aðra landshluta. Hann segir að afar flókið verði að fá undanþágur. Mikil skriffinnska og kostnaður leggist á sumarbústaðaeigendur, bændur og aðra sem vilji rækta landið. Þannig verði sumarhúsaeigandi, sem vilji gróðursetja tré, að leita sérstakra undanþága hjá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun, greiða gjald fyrir þá stjórnsýslu, fara í langvinnt beiðnaferli og skrifa einhverskonar áhættuskýrslu um hvað felist í þeirri aðgerð að gróðursetja eitthvað í sumarbústaðarlandinu. "Þetta er mjög íþyngandi," segir Aðalsteinn. Hann segir að í frumvarpinu felist einnig hömlur á landgræðslu, en þar séu notaðar innfluttar grastegundir. Þetta hamli einnig þróun landbúnaðar, og nefnir áform um ræktun repju. Með hlýnandi loftslagi gefist færa á að rækta margar nýjar erlendar tegundir en allt slíkt yrði sömu takmörkunum háð og þyrfti að fara í gegnum sama ferlið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum ráða hér för. Úr frumvarpsdrögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi. Í ljósi þekkingar um ofbeit segir Aðalsteinn þó vekja athygli að búfé verður undanþegið lögunum og engar hömlur lagðar á frelsi sauðkindarinnar.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira