Löndunarbann ESB er innantóm hótun 22. desember 2010 07:15 Þorsteinn ÞH 360 var eitt þeirra skipa sem lönduðu makríl í Vestmannaeyjum í sumar.fréttablaðið/óskar Evrópusambandið ætlar að gera alvöru úr hótunum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að löndun makríls af Íslandsmiðum í evrópskum höfnum sé óheimil frá og með 14. janúar. Eru það viðbrögð sambandsins við ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrifa ekki undir samkomulag um veiðarnar og gefa út einhliða makrílkvóta. Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu sjávarútvegsstjóra ESB, Maríu Damanaki, í gær. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Damanaki að þetta skref þoli enga bið. Markmið bannsins er að „senda skýr skilaboð til Íslands“. Framkvæmdastjórnin mun tilkynna ákvörðun sína til nefndar sem sér um framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þá fundar Damanaki með Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Brussel, í dag. Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á það gagnvart framkvæmdastjórn ESB að makrílmálið sé sjálfstætt fiskveiðimál og beri að leysa sem slíkt án nokkurrar tengingar við óskyld mál. Á þessu byggir fundur Stefáns og Damanaki. „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra rituðu framkvæmdastjórninni bréf þessa efnis síðastliðið haust að gefnu tilefni,“ segir Tómas. Tómas segir að samkvæmt lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands sé erlendum skipum óheimilt að landa afla í íslenskum höfnum sem er veiddur úr sameiginlegum stofnum en ekkert samkomulag er um veiðar. „Íslensk stjórnvöld telja ekki tilefni til viðbragða við því að sams konar reglur gildi um löndun íslenskra skipa í erlendum höfnum,“ segir Tómas. Tómas minnir á að makrílveiðar íslenskra skipa hafa á undanförnum árum nær eingöngu farið fram innan íslensku efnahagslögsögunnar og öllum afla hefur verið landað í íslenskum höfnum og hann unninn hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að strandríkin fjögur, Ísland, ESB, Færeyjar og Noregur, beri sameiginlega ábyrgð á makrílstofninum. Því hafa íslensk stjórnvöld gagnrýnt ESB og Noreg harðlega fyrir að úthluta sér rúmlega 90 prósent af ráðlögðum heildarafla án tillits til veiða annarra. svavar@frettabladid.is María Damanaki Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Evrópusambandið ætlar að gera alvöru úr hótunum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að löndun makríls af Íslandsmiðum í evrópskum höfnum sé óheimil frá og með 14. janúar. Eru það viðbrögð sambandsins við ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrifa ekki undir samkomulag um veiðarnar og gefa út einhliða makrílkvóta. Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu sjávarútvegsstjóra ESB, Maríu Damanaki, í gær. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Damanaki að þetta skref þoli enga bið. Markmið bannsins er að „senda skýr skilaboð til Íslands“. Framkvæmdastjórnin mun tilkynna ákvörðun sína til nefndar sem sér um framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þá fundar Damanaki með Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Brussel, í dag. Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á það gagnvart framkvæmdastjórn ESB að makrílmálið sé sjálfstætt fiskveiðimál og beri að leysa sem slíkt án nokkurrar tengingar við óskyld mál. Á þessu byggir fundur Stefáns og Damanaki. „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra rituðu framkvæmdastjórninni bréf þessa efnis síðastliðið haust að gefnu tilefni,“ segir Tómas. Tómas segir að samkvæmt lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands sé erlendum skipum óheimilt að landa afla í íslenskum höfnum sem er veiddur úr sameiginlegum stofnum en ekkert samkomulag er um veiðar. „Íslensk stjórnvöld telja ekki tilefni til viðbragða við því að sams konar reglur gildi um löndun íslenskra skipa í erlendum höfnum,“ segir Tómas. Tómas minnir á að makrílveiðar íslenskra skipa hafa á undanförnum árum nær eingöngu farið fram innan íslensku efnahagslögsögunnar og öllum afla hefur verið landað í íslenskum höfnum og hann unninn hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að strandríkin fjögur, Ísland, ESB, Færeyjar og Noregur, beri sameiginlega ábyrgð á makrílstofninum. Því hafa íslensk stjórnvöld gagnrýnt ESB og Noreg harðlega fyrir að úthluta sér rúmlega 90 prósent af ráðlögðum heildarafla án tillits til veiða annarra. svavar@frettabladid.is María Damanaki
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira