Vilja rukka netnotendur 8. október 2010 01:30 Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) vill sporna við ólöglegu niðurhali á tónlist hér á landi með því að leggja meðal annars gjöld á nettengingar. Gjöldin myndu gefa notendum aðgang að tónlist á netinu með löglegum hætti og fara í sameiginlegan sjóð sem yrði síðan útdeilt til höfundarréttarhafa. Hugmyndirnar voru kynntar á fundi sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Þar voru viðstaddir fulltrúar þeirra sem koma að útgáfu og dreifingu tónlistar, höfundarrétthafa og fjarskiptafyrirtækja. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, kynnti hugmyndina á fundinum, þar sem meðal annars kom fram að lögreglueftirlit með ólöglegu niðurhali tónlistar væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Að hans mati bæri fjarskiptafyrirtækjum siðferðisleg skylda til þess að aðstoða rétthafa við að fá endurgjald fyrir afnot af verkum sínum. Viðræðurnar væru þó á frumstigi, sem og útfærsla hugmyndarinnar. „Við sem tókum þátt í þessum viðræðum viljum gera þetta á sem einfaldastan hátt, þannig að almenningi verði tryggt að njóta tónlistar á löglegan hátt," segir Eiríkur. Hugmyndin gangi út á hóflegt gjald sem notendum bæri að greiða og myndu þeir þar með fá heimild til að nálgast tónlist á lögmætan hátt á netinu í gegnum sérstakt vefsvæði. Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri Samfélags, fjölskyldu og tækni (SAFT), telur að aukagjöld ofan á nettengingar séu óréttlát gagnvart þeim sem ekki séu að hala niður tónlist ólöglega. „Ég er ekki viss um að þetta eigi eftir að fá góðan hljómgrunn," segir Guðberg. „Við vitum samkvæmt okkar rannsóknum að meirihluti fólks er að hlaða niður efni af netinu og það hlutfall mun ekkert minnka." Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, tekur undir orð Guðbergs og telur vænlegra til árangurs að hafa áhrif á hegðun notenda. „Það er auðvitað ekki hlutverk fjarskiptafyrirtækja að vera löggæsluaðili í þessu samhengi. Við getum ekki borið ábyrgð á því sem fólk segir í símana sína eða hvað það gerir á internetinu," segir Hrannar. „Eina varanlega lausnin er að stuðla að breyttri hegðun með samstilltu átaki og það er vel mögulegt." sunna@frettabladid.is Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) vill sporna við ólöglegu niðurhali á tónlist hér á landi með því að leggja meðal annars gjöld á nettengingar. Gjöldin myndu gefa notendum aðgang að tónlist á netinu með löglegum hætti og fara í sameiginlegan sjóð sem yrði síðan útdeilt til höfundarréttarhafa. Hugmyndirnar voru kynntar á fundi sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Þar voru viðstaddir fulltrúar þeirra sem koma að útgáfu og dreifingu tónlistar, höfundarrétthafa og fjarskiptafyrirtækja. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, kynnti hugmyndina á fundinum, þar sem meðal annars kom fram að lögreglueftirlit með ólöglegu niðurhali tónlistar væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Að hans mati bæri fjarskiptafyrirtækjum siðferðisleg skylda til þess að aðstoða rétthafa við að fá endurgjald fyrir afnot af verkum sínum. Viðræðurnar væru þó á frumstigi, sem og útfærsla hugmyndarinnar. „Við sem tókum þátt í þessum viðræðum viljum gera þetta á sem einfaldastan hátt, þannig að almenningi verði tryggt að njóta tónlistar á löglegan hátt," segir Eiríkur. Hugmyndin gangi út á hóflegt gjald sem notendum bæri að greiða og myndu þeir þar með fá heimild til að nálgast tónlist á lögmætan hátt á netinu í gegnum sérstakt vefsvæði. Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri Samfélags, fjölskyldu og tækni (SAFT), telur að aukagjöld ofan á nettengingar séu óréttlát gagnvart þeim sem ekki séu að hala niður tónlist ólöglega. „Ég er ekki viss um að þetta eigi eftir að fá góðan hljómgrunn," segir Guðberg. „Við vitum samkvæmt okkar rannsóknum að meirihluti fólks er að hlaða niður efni af netinu og það hlutfall mun ekkert minnka." Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, tekur undir orð Guðbergs og telur vænlegra til árangurs að hafa áhrif á hegðun notenda. „Það er auðvitað ekki hlutverk fjarskiptafyrirtækja að vera löggæsluaðili í þessu samhengi. Við getum ekki borið ábyrgð á því sem fólk segir í símana sína eða hvað það gerir á internetinu," segir Hrannar. „Eina varanlega lausnin er að stuðla að breyttri hegðun með samstilltu átaki og það er vel mögulegt." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira