Viðskipti innlent

Hótar að stefna formanni slitastjórnar Glitnis persónulega

Pálmi hefur hótað að stefna Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis.
Pálmi hefur hótað að stefna Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis.

Pálmi Haraldsson, oft kenndur við Fons, hótar að stefna Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis, persónulega vegna stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur honum auk Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og klíku hans, eins og það er orðað í stefnunni sjálfri.

Þetta kom fram í tilkynningu sem Pálmi sendi frá sér í dag en lögfræðingur hans, Sigurður G. Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fons ritar, vegna stefnunnar sem hefur verið gerð opinber. Pálmi segir í yfirlýsingunni að stefnan sé tilhæfulaus og þáttur í þeirri „rannsóknargeggjun" sem nú ríði yfir íslenskt samfélag að mati Pálma og Sigurðar.


Tengdar fréttir

Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME

Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis.

Pálmi Haralds: Vanþekking slitastjórnar Glitnis með ólíkindum

„Málssókn þessi er tilhæfulaus með öllu og gerð í þeim augljósa tilgangi að setja stefndu í þá stöðu að geta ekki varið sig," segir athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson í yfirlýsingu vegna ákvörðunar slitastjórnar Glitnis að höfða mál á hendur honum og fleiri aðilum fyrir dómstól í Bandaríkjunum. Pálmi segir að málssóknin gegn sér sé augljóslega byggð á misskilningi og vanþekkingu slitastjórnarinnar á því hverjir sátu í stjórn Glitnis. Sú staðreynd eins og sér sé með ólíkindum.

Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti

„Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann."

Formaður FLE: „Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel“

„Ég hef ekki náð að kynna mér þessi mál til þess að átta mig almennilega á því hver eðlileg viðbrögð eru,“ segir Þórir Ólafsson, formaður félags löggiltra endurskoðenda (FLE) spurður hvort stjórnin ætli að bregðast við því að framkvæmdarstjóri félagsins, Sigurður B. Arnþórsson, er sérstaklega nefndur í stefnu skilanefndar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum.

Endurskoðendur Glitnis brutu gegn starfsskyldum sínum

PricewaterhouseCoopers (PwC) brutu gegn starfsskyldum sínum í störfum fyrir Glitni seinnihluta ársins 2007 að því er segir í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fyrir dómstóli í New York og birt er á vefsíðu slitastjórnarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×