Viðskipti innlent

Þriðjungur skilar ársreikning­um

Endurreisn fyrirtækja byggir á efnahagsreikningum þeirra. Því er mikilvægt að skila ársreikningum, segir framkvæmdastjóri Creditinfo.
Endurreisn fyrirtækja byggir á efnahagsreikningum þeirra. Því er mikilvægt að skila ársreikningum, segir framkvæmdastjóri Creditinfo.
Af 32.488 skilaskyldum fyrirtækjum höfðu 10.929 skilað ársreikningum í lok september. Þetta jafngildir 34 prósentum allra fyrirtækja og þykir framför frá fyrri árum. Frestur til að skila reikningunum rann út í lok ágúst.

Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir ársreikningaskilin geta skipt sköpum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki nú þegar leiðir séu að opnast fyrir aðstoð við þau.

„Sú endurreisn getur ekki farið fram byggð á rekstrargögnum frá því hrunárið 2008 eða eldri," segir Rakel og bætir við að fyrirtæki af þessari stærðargráðu þurfi mest á aðstoð að halda. „Það væri slæmt ef aðstoð til þeirra myndi áfram seinka vegna þess að menn eru einfaldlega ekki enn búnir að gera upp málin fyrir árið 2009." - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×