Erum örugglega sammála 4. nóvember 2010 06:00 „Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg. Hvorug þeirra hefur mótað sér skoðun á því hvað mætti betur fara í stjórnarskránni, en telja að líklega sé fyrir bestu að fólk viti sem minnst þegar það mætir á fundinn. Fréttablaðið/valli Á milli Steinunnar Hlífar Guðmundsdóttur og Ingibjargar Tönsberg er 71 ár. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að vera fulltrúar á Þjóðfundinum sem haldinn verður í Laugardalshöllinni um helgina. Steinunn er yngsti þátttakandinn en Ingibjörg sá elsti. Fréttablaðið hitti stöllurnar á heimili Ingibjargar í gær. „Þeir báðu mig að mæta. Ef allir segðu nei, hvað þá? Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg, spurð hvort hún hafi strax verið ákveðin að mæta þegar hún fékk boðið. Ingibjörg varð 89 ára í ágúst. Hún er kennari að mennt en hafði lengst af – í heil 43 ár – atvinnu af nokkru sem hún segir að enginn annar Íslendingur hafi haft að aðalstarfi: að kyngreina hænuunga. „Ég stakk röri í botninn á þeim og kíkti,“ útskýrir Ingibjörg og segir starfskrafta sína hafa verið afar eftirsótta lengi. Hún er enn spræk, er nýlega búin að endurnýja ökuskírteinið sitt til eins árs og starfar við að kenna eldri borgurum handavinnu. Steinunn verður átján ára eftir rúmar tvær vikur og stundar nám á náttúrufræðibraut Verslunarskólans. Hún var upphaflega valin varamaður á þjóðfundinn en fékk kallið þegar aðalmaður hennar forfallaðist. „Og ég sagði bara já. Þetta verður örugglega gott í reynslubankann.“ Þjóðfundinum er ætlað að leggja fyrirhuguðu stjórnlagaþingi til hugmyndir að efni nýrrar stjórnarskrár. Steinunn er aðeins byrjuð að undirbúa sig með því að glugga í kynningarefni fyrir þátttakendur og stjórnarskrána sjálfa. Ingibjörg hefur látið það eiga sig. „Ég hef ekki mátt vera að því,“ segir hún. „En það er annað mál að ég hef alltaf haft dálítinn áhuga á stjórnarskránni.“ Hvorug þeirra hefur hins vegar mótað sér sérstaka skoðun á því hvað það er helst sem þyrfti að breyta – ef nokkuð. Ingibjörg nefnir þó að auðlindir skuli vera eign þjóðarinnar. „Og ég vil algjört sjálfstæði,“ bætir hún við. En telja þær einhverja von til þess að þúsund ólíkir einstaklingar geti komið sér saman um nokkurn hlut? Ingibjörg segist allt eins eiga von á því, enda sé það sniðugt fyrirkomulag að velja fólk af handahófi til slíks samráðs. „Sumir steinþegja allan tímann og aðrir segja eitthvað að gagni, svo tína menn það saman sem er eitthvert vit í,“ segir hún. „Þarna er það fólkið sem fær að segja sína skoðun og það hlýtur að koma eitthvað út úr því,“ segir Steinunn. Við spyrjum þær hvort þær haldi að þær séu mikið til sammála, þrátt fyrir kynslóðabilið. „Ætli það ekki, nokkurn veginn,“ segir Ingibjörg. Steinunn tekur undir það: „Örugglega. Það hlýtur að vera einhver munur en erum við ekki bara að leita eftir því að allir hafi það sem best?“ stigur@frettabladid. Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Á milli Steinunnar Hlífar Guðmundsdóttur og Ingibjargar Tönsberg er 71 ár. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að vera fulltrúar á Þjóðfundinum sem haldinn verður í Laugardalshöllinni um helgina. Steinunn er yngsti þátttakandinn en Ingibjörg sá elsti. Fréttablaðið hitti stöllurnar á heimili Ingibjargar í gær. „Þeir báðu mig að mæta. Ef allir segðu nei, hvað þá? Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg, spurð hvort hún hafi strax verið ákveðin að mæta þegar hún fékk boðið. Ingibjörg varð 89 ára í ágúst. Hún er kennari að mennt en hafði lengst af – í heil 43 ár – atvinnu af nokkru sem hún segir að enginn annar Íslendingur hafi haft að aðalstarfi: að kyngreina hænuunga. „Ég stakk röri í botninn á þeim og kíkti,“ útskýrir Ingibjörg og segir starfskrafta sína hafa verið afar eftirsótta lengi. Hún er enn spræk, er nýlega búin að endurnýja ökuskírteinið sitt til eins árs og starfar við að kenna eldri borgurum handavinnu. Steinunn verður átján ára eftir rúmar tvær vikur og stundar nám á náttúrufræðibraut Verslunarskólans. Hún var upphaflega valin varamaður á þjóðfundinn en fékk kallið þegar aðalmaður hennar forfallaðist. „Og ég sagði bara já. Þetta verður örugglega gott í reynslubankann.“ Þjóðfundinum er ætlað að leggja fyrirhuguðu stjórnlagaþingi til hugmyndir að efni nýrrar stjórnarskrár. Steinunn er aðeins byrjuð að undirbúa sig með því að glugga í kynningarefni fyrir þátttakendur og stjórnarskrána sjálfa. Ingibjörg hefur látið það eiga sig. „Ég hef ekki mátt vera að því,“ segir hún. „En það er annað mál að ég hef alltaf haft dálítinn áhuga á stjórnarskránni.“ Hvorug þeirra hefur hins vegar mótað sér sérstaka skoðun á því hvað það er helst sem þyrfti að breyta – ef nokkuð. Ingibjörg nefnir þó að auðlindir skuli vera eign þjóðarinnar. „Og ég vil algjört sjálfstæði,“ bætir hún við. En telja þær einhverja von til þess að þúsund ólíkir einstaklingar geti komið sér saman um nokkurn hlut? Ingibjörg segist allt eins eiga von á því, enda sé það sniðugt fyrirkomulag að velja fólk af handahófi til slíks samráðs. „Sumir steinþegja allan tímann og aðrir segja eitthvað að gagni, svo tína menn það saman sem er eitthvert vit í,“ segir hún. „Þarna er það fólkið sem fær að segja sína skoðun og það hlýtur að koma eitthvað út úr því,“ segir Steinunn. Við spyrjum þær hvort þær haldi að þær séu mikið til sammála, þrátt fyrir kynslóðabilið. „Ætli það ekki, nokkurn veginn,“ segir Ingibjörg. Steinunn tekur undir það: „Örugglega. Það hlýtur að vera einhver munur en erum við ekki bara að leita eftir því að allir hafi það sem best?“ stigur@frettabladid.
Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira