Viðræðurnar hefjast formlega á morgun 26. júlí 2010 04:30 Össur Skarphéðinsson Ísland mun formlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ríkjaráðstefnu ESB sem hefst á morgun á hádegi að íslenskum tíma. Í dag munu utanríkisráðherrar ríkja ESB, að öllum líkindum, samþykkja viðræðurnar. „Ríkjaráðstefnan verður stutt og formleg. Það sem gerist er að ég legg fram skriflega greinargerð fyrir hönd Íslands þar sem farið er rækilega yfir breiðu línurnar. Ég fylgi henni síðan úr hlaði með stuttri ræðu þar sem gert er grein fyrir meginsjónarmiðum Íslands. Þarna munu einnig halda ræðu stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, og svo utanríkisráðherra Belga, sem er forysturíki ESB um þessar mundir,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Össur bætir svo við að í ræðu sinni muni hann fara yfir sérstöðu Íslands hvað varðar sjálfbærar fiskveiðar, endurnýjanlega orku og svo stjórnmálalega mikilvæga stöðu Íslands við Norðurskautið. Össur segist enn fremur ætla að fara yfir það sem einstakt sé varðandi meginmálaflokka Íslands. „Stærsti efnispunkturinn í okkar greinargerð er sjávarútvegurinn. Svo mun ég fara yfir stöðu landbúnaðar hér á landi og hversu gríðarlega mikilvægt það er að búa við fæðuöryggi. Ég fer yfir byggðamál, efnahagsmál og myntsamstarfið auk þess að draga fram hvað Ísland á mikið sameiginlegt með Evrópu,“ segir Össur. Eiginlegar samningaviðræður hefjast ekki fyrr en um mitt næsta ár og Össur segir að fram að því séu menn í raun að æfa sporin fyrir stóra dansinn. Þegar þeir hefjast fyrir alvöru verði byrjað á erfiðustu köflunum, þeim er varða sjávarútveg, landbúnað, fjármálaþjónustu og umhverfismál. Á ráðstefnuna mæta sjö frá utanríkisráðuneytinu en þess utan verða þar starfsmenn úr sendiráðinu í Brussel. Össur segist ekki treysta sér til að svara því hvenær endanlegur samningur kunni að liggja fyrir. Viðræðurnar kunni að verða langar því samningarnir um fiskveiðar og hugsanlega landbúnað geti orðið mjög strangir. ESB mun leggja áhersla á að Icesave-deilan verði leyst og að Ísland breyti fiskveiðikerfi sínu, að því er segir í minnisblaði frá ESB sem fréttastofan Bloomberg hefur undir höndum. Þar kemur líka fram að ESB meti það sem svo að erfiðustu mál samninganna verði fiskveiðar, landbúnaður og byggðamál, umhverfismál, frjálsir fjármagnsflutningar og fjármálakerfið. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ísland mun formlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ríkjaráðstefnu ESB sem hefst á morgun á hádegi að íslenskum tíma. Í dag munu utanríkisráðherrar ríkja ESB, að öllum líkindum, samþykkja viðræðurnar. „Ríkjaráðstefnan verður stutt og formleg. Það sem gerist er að ég legg fram skriflega greinargerð fyrir hönd Íslands þar sem farið er rækilega yfir breiðu línurnar. Ég fylgi henni síðan úr hlaði með stuttri ræðu þar sem gert er grein fyrir meginsjónarmiðum Íslands. Þarna munu einnig halda ræðu stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, og svo utanríkisráðherra Belga, sem er forysturíki ESB um þessar mundir,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Össur bætir svo við að í ræðu sinni muni hann fara yfir sérstöðu Íslands hvað varðar sjálfbærar fiskveiðar, endurnýjanlega orku og svo stjórnmálalega mikilvæga stöðu Íslands við Norðurskautið. Össur segist enn fremur ætla að fara yfir það sem einstakt sé varðandi meginmálaflokka Íslands. „Stærsti efnispunkturinn í okkar greinargerð er sjávarútvegurinn. Svo mun ég fara yfir stöðu landbúnaðar hér á landi og hversu gríðarlega mikilvægt það er að búa við fæðuöryggi. Ég fer yfir byggðamál, efnahagsmál og myntsamstarfið auk þess að draga fram hvað Ísland á mikið sameiginlegt með Evrópu,“ segir Össur. Eiginlegar samningaviðræður hefjast ekki fyrr en um mitt næsta ár og Össur segir að fram að því séu menn í raun að æfa sporin fyrir stóra dansinn. Þegar þeir hefjast fyrir alvöru verði byrjað á erfiðustu köflunum, þeim er varða sjávarútveg, landbúnað, fjármálaþjónustu og umhverfismál. Á ráðstefnuna mæta sjö frá utanríkisráðuneytinu en þess utan verða þar starfsmenn úr sendiráðinu í Brussel. Össur segist ekki treysta sér til að svara því hvenær endanlegur samningur kunni að liggja fyrir. Viðræðurnar kunni að verða langar því samningarnir um fiskveiðar og hugsanlega landbúnað geti orðið mjög strangir. ESB mun leggja áhersla á að Icesave-deilan verði leyst og að Ísland breyti fiskveiðikerfi sínu, að því er segir í minnisblaði frá ESB sem fréttastofan Bloomberg hefur undir höndum. Þar kemur líka fram að ESB meti það sem svo að erfiðustu mál samninganna verði fiskveiðar, landbúnaður og byggðamál, umhverfismál, frjálsir fjármagnsflutningar og fjármálakerfið. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira