Innlent

Eigum að fylgja fordæmum sem til eru

Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson

Ísland semur ekki um undanþágur frá meginreglum Evrópusambandsins, heldur verður farið fram á sérlausnir, líkt og fordæmi eru fyrir. Þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í gær.

„Samningsstaða Íslands í sjávarútvegsmálum er mjög einföld. Efnahagslögsaga Íslands er algjörlega aðskilin efnahagslögsögu landanna við Norðursjóinn. Fiskveiðistofnarnir sem við nýtum eru að 85 prósentum algjörlega aðskildir og staðbundnir.“ Hann kveður aðeins farið fram á að íslenska efnahagslögsagan verði gerð að sérstöku fiskveiðistjórnunarsvæði.

„Það er út af fyrir sig engin undanþága frá fiskveiðistjórnunaraðferðunum, sem eru að verða mjög svipaðar hjá báðum aðilum. Við segjum bara að út frá fordæmum sem eru til, bæði frá Miðjarðarhafinu og Eystrasalti, að Ísland verði með sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði.“

Það sama segir Jón uppi um landbúnað. „Þar verður örugglega lögð höfuðáhersla á að fá svipaða niðurstöðu og Svíar og Norðmenn sem stunda landbúnað við erfiðar aðstæður.“ - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×