Taldi hraunmolann uppsprettu ógæfu kolbeinn@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 06:15 Hraunmolinn, eða hrunmolinn, var tekinn skömmu fyrir efnahagshrun. fréttablaðið/stefán Breskur ferðamaður hefur skilað aftur hraunmola sem hann tók héðan í leyfisleysi. Taldi molann uppsprettu allrar sinnar ógæfu. Molanum hefur verið skilað aftur og var flogið með þyrlu á gosstöðvarnar. Gömul þjóðtrú er tengd steinum. Breskur ferðamaður sem var hér á ferð skömmu fyrir efnahagshrun, er sannfærður um að hraunmoli sem hann hafði með sér af landi brott sé uppspretta allrar hans ógæfu. Eftir að hann kom heim með molann varð hann fyrir ýmsum skakkaföllum, bæði í einka- og opinbera lífinu, og tengdi það molanum. Hann sá að við svo búið máti ekki standa og sendi molann til Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og bað um að honum yrði komið á tilhlýðilegan stað.„Honum var full alvara með þetta og hann var ekkert að grínast," segir Rikke Pedersen, sérfræðingur á stofnuninni. „Hann hafði verið í ferðalagi með fjölskyldu sinni hér og alls kyns slæmir hlutir hentu hann þegar hann kom heim. Hann var alveg viss um að það væri vegna steinsins sem hann hafði tekið í leyfisleysi. Hann var viss um að þetta myndi lagast ef hann sendi hann til Íslands."Molinn fór til Bretlands og aftur heim.Rikke fékk steininn ásamt bréfi með útskýringum, en hefur það því miður ekki lengur undir höndum. Hún gerði gangskör að því í gær að verða við bónum um steininn og kom honum á Iceland Tourist Assistance. Þar höfðu menn samband við Norðurflug og þaðan var flogið með hann á gosstöðvarnar í gær, en þar er að finna nýjasta hraunið hér á landi.„Það má tengja þetta þjóðtrú um steina," segir Kristinn H. Schram þjóðfræðingur. Hann segir Jón Árnason ræða um náttúrusteina í Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Bæði séu til heillasteinar og óheilla og samkvæmt Jóni þurfi mikla kunnáttu og þekkingu til að nýta sér þá. Best er að tína þá á Jónsmessu.„Á hinn bóginn má setja þetta í samhengi við trú á álagabletti. Það hefur verið gömul þjóðtrú að allt þess konar væri í eign einhverrar vættar eða álfa sem legðu reiði sína á bóndann ef hann nytjaði blettina. Það væri honum hins vegar til hagsbóta ef hann gerði það ekki."Kristinn segir þetta tengjast náttúrufriðun sem komin sé inn í ferðaþjónustuna. „Þetta eru náttúrulega ekki nákvæm vísindi, en maður sér í þessari þjóðtrú með hvaða hætti hún er tengd náttúrufriðun, bændum og búaliði til hagsbóta. Í þessu tilfelli er þetta kannski komið yfir í ferðamennskuna þar sem svona frásagnir göfga landið." Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Breskur ferðamaður hefur skilað aftur hraunmola sem hann tók héðan í leyfisleysi. Taldi molann uppsprettu allrar sinnar ógæfu. Molanum hefur verið skilað aftur og var flogið með þyrlu á gosstöðvarnar. Gömul þjóðtrú er tengd steinum. Breskur ferðamaður sem var hér á ferð skömmu fyrir efnahagshrun, er sannfærður um að hraunmoli sem hann hafði með sér af landi brott sé uppspretta allrar hans ógæfu. Eftir að hann kom heim með molann varð hann fyrir ýmsum skakkaföllum, bæði í einka- og opinbera lífinu, og tengdi það molanum. Hann sá að við svo búið máti ekki standa og sendi molann til Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og bað um að honum yrði komið á tilhlýðilegan stað.„Honum var full alvara með þetta og hann var ekkert að grínast," segir Rikke Pedersen, sérfræðingur á stofnuninni. „Hann hafði verið í ferðalagi með fjölskyldu sinni hér og alls kyns slæmir hlutir hentu hann þegar hann kom heim. Hann var alveg viss um að það væri vegna steinsins sem hann hafði tekið í leyfisleysi. Hann var viss um að þetta myndi lagast ef hann sendi hann til Íslands."Molinn fór til Bretlands og aftur heim.Rikke fékk steininn ásamt bréfi með útskýringum, en hefur það því miður ekki lengur undir höndum. Hún gerði gangskör að því í gær að verða við bónum um steininn og kom honum á Iceland Tourist Assistance. Þar höfðu menn samband við Norðurflug og þaðan var flogið með hann á gosstöðvarnar í gær, en þar er að finna nýjasta hraunið hér á landi.„Það má tengja þetta þjóðtrú um steina," segir Kristinn H. Schram þjóðfræðingur. Hann segir Jón Árnason ræða um náttúrusteina í Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Bæði séu til heillasteinar og óheilla og samkvæmt Jóni þurfi mikla kunnáttu og þekkingu til að nýta sér þá. Best er að tína þá á Jónsmessu.„Á hinn bóginn má setja þetta í samhengi við trú á álagabletti. Það hefur verið gömul þjóðtrú að allt þess konar væri í eign einhverrar vættar eða álfa sem legðu reiði sína á bóndann ef hann nytjaði blettina. Það væri honum hins vegar til hagsbóta ef hann gerði það ekki."Kristinn segir þetta tengjast náttúrufriðun sem komin sé inn í ferðaþjónustuna. „Þetta eru náttúrulega ekki nákvæm vísindi, en maður sér í þessari þjóðtrú með hvaða hætti hún er tengd náttúrufriðun, bændum og búaliði til hagsbóta. Í þessu tilfelli er þetta kannski komið yfir í ferðamennskuna þar sem svona frásagnir göfga landið."
Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira