Um forsendur breytinga á innritun nýnema 4. febrúar 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir svarar opnu Danivals S. Hjaltasonar og Blængs Blængssonar Ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008. Tvær veigamiklar breytingar voru innleiddar með þeim. Annars vegar voru samræmd lokapróf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í framhaldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti að gera auknar kröfur um fjölbreytt nám og að framhaldsskólinn þjónaði sínu nærumhverfi meira en áður. Unnið er að endurbótum á fyrirkomulagi innritunar í þessum anda. Það verður meðal annars gert með því að auka samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritunina. Ráðgjöf við nemendur í grunnskólum verður með því markvissari sem mun með öðru auðvelda þeim inngöngu í framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Í vor verður í fyrsta sinn forinnritun fyrir nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla. Hún fer fram dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga þá að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Til að tryggja rétt til skólavistar verður framhaldsskólum gert skylt að veita nemendum af tilteknu svæði forgang að skólavist hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nemenda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemendum gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní. Nemendur sem búa á svæði skóla munu þannig eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Framhaldsskólar eiga fyrst að innrita þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Framhaldsskólum ber að innrita eigi minna en 45% nemenda af sínu svæði sem standast inntökuskilyrði og sækja um skólann. Þetta eru ekki íþyngjandi ákvæði og langflestir framhaldsskóla uppfylla þegar þetta ákvæði. Eftir sem áður geta skólar ráðstafað meira en helmingi sæta sinna til annarra nemenda. Nemendur af landsbyggðinni sækja mjög lítið til Reykjavíkur nema í sérhæft nám. Einungis 8% þeirra sem byrjuðu í reykvískum framhaldsskólum sl. vor komu utan af landi. Nýnemar geta því nú sem hingað til sótt um þær námsbrautir og skóla er hugur þeirra stendur til ef þeir telja líklegt að þeir uppfylli inntökuskilyrði. Val á svæðisskóla í fyrst eða öðru vali á hins vegar að greiða eins og unnt er fyrir því að nýnemar fái skólavist í öðrum þeirra skóla er þeir sækja um. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt. Samræmdu lokaprófin þjónuðu ekki öllum meginmarkmiðum grunnskóla. þau voru fyrst og fremst inntökupróf í framhaldsskóla. Margt bendir til þess að heppilegra sé að samræmdu könnunarprófin verði lögð fyrir í lok 9. bekkjar til að skapa meiri samfellu og að kennarar geti nýtt lokaárið í grunnskóla betur til að vinna úr niðurstöðum prófanna í samvinnu við nemendur og foreldra. Mikilvægt er að líta fram á veginn. Samræmd próf sem viðmiðun um inntöku í framhaldsskóla eru að baki og ekki er ætlunin að taka þau upp að nýju. Sjá verður til þess að þeir sem rétt eiga til náms í framhaldsskóla fái hans notið. Það verður að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritun nýnema er sá grunnur sem ráðuneytið vill byggja á. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir svarar opnu Danivals S. Hjaltasonar og Blængs Blængssonar Ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008. Tvær veigamiklar breytingar voru innleiddar með þeim. Annars vegar voru samræmd lokapróf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í framhaldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti að gera auknar kröfur um fjölbreytt nám og að framhaldsskólinn þjónaði sínu nærumhverfi meira en áður. Unnið er að endurbótum á fyrirkomulagi innritunar í þessum anda. Það verður meðal annars gert með því að auka samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritunina. Ráðgjöf við nemendur í grunnskólum verður með því markvissari sem mun með öðru auðvelda þeim inngöngu í framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Í vor verður í fyrsta sinn forinnritun fyrir nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla. Hún fer fram dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga þá að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Til að tryggja rétt til skólavistar verður framhaldsskólum gert skylt að veita nemendum af tilteknu svæði forgang að skólavist hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nemenda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemendum gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní. Nemendur sem búa á svæði skóla munu þannig eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Framhaldsskólar eiga fyrst að innrita þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Framhaldsskólum ber að innrita eigi minna en 45% nemenda af sínu svæði sem standast inntökuskilyrði og sækja um skólann. Þetta eru ekki íþyngjandi ákvæði og langflestir framhaldsskóla uppfylla þegar þetta ákvæði. Eftir sem áður geta skólar ráðstafað meira en helmingi sæta sinna til annarra nemenda. Nemendur af landsbyggðinni sækja mjög lítið til Reykjavíkur nema í sérhæft nám. Einungis 8% þeirra sem byrjuðu í reykvískum framhaldsskólum sl. vor komu utan af landi. Nýnemar geta því nú sem hingað til sótt um þær námsbrautir og skóla er hugur þeirra stendur til ef þeir telja líklegt að þeir uppfylli inntökuskilyrði. Val á svæðisskóla í fyrst eða öðru vali á hins vegar að greiða eins og unnt er fyrir því að nýnemar fái skólavist í öðrum þeirra skóla er þeir sækja um. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt. Samræmdu lokaprófin þjónuðu ekki öllum meginmarkmiðum grunnskóla. þau voru fyrst og fremst inntökupróf í framhaldsskóla. Margt bendir til þess að heppilegra sé að samræmdu könnunarprófin verði lögð fyrir í lok 9. bekkjar til að skapa meiri samfellu og að kennarar geti nýtt lokaárið í grunnskóla betur til að vinna úr niðurstöðum prófanna í samvinnu við nemendur og foreldra. Mikilvægt er að líta fram á veginn. Samræmd próf sem viðmiðun um inntöku í framhaldsskóla eru að baki og ekki er ætlunin að taka þau upp að nýju. Sjá verður til þess að þeir sem rétt eiga til náms í framhaldsskóla fái hans notið. Það verður að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritun nýnema er sá grunnur sem ráðuneytið vill byggja á. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun