Bílastæðum á Hverfisgötu breytt í hjólastíg 17. ágúst 2010 13:13 Íbúar við Hverfisgötu geta ekki lengur lagt í bílastæði á götunni. Málað verður yfir þau og þau gerð að hjólastíg tímabundið. „Þetta er með því heimskasta sem maður hefur séð lengi," segir Guðjón Pétursson íbúi á Hverfisgötu í Reykjavík. Samþykkt hefur verið í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að koma fyrir hjólreiðastíg tímabundið í einn mánuð, sunnanmegin í Hverfisgötunni svo að öll bílastæði á götunni munu víkja fyrir hjólastígnum. Íbúum var sent bréf í gær um málið. Gert í hugsunarleysi Guðjón sem býr á Hverfisgötunni segir að mikil óánægja sé með þessa hugmynd meðal íbúa. „Heil gata er svipt hverju einasta bílastæði. Hér býr gamalt fólk og fatlað fólk, sem þarf að labba mörg hundruð metra til að komast heim til sín," segir Guðjón en íbúum er bent á að leggja í bílastæðahús sem eru á Hverfisgötunni og nágrenni. „Ef við þurfum að fara leggja í bílastæðahúsi þarf konan mín að bera dót úr búðum mörg hundruð metra og ég er iðnaðarmaður með þung verkfæri sem ég skil ekki eftir í bíl mínum yfir nóttina. Þetta er bara gert í hugsunarleysi," segir Guðjón og heldur áfram. „Frá mínu heimili eru hundrað metrar í bílastæðahús, ég er með innkeyrslu og bílastæði en ég má ekkert leggja fyrir framan bílskúrinn minn lengur."Þetta kostar bara peninga Hann furðar sig á því hvers vegna sé ekki talað við íbúa á götunni áður en byrjað er á framkvæmdum en þær hófust í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir 20. ágúst. „Það er ekkert tekið tillit til okkar, þetta er alvarlegt mál." Hann segir að þrátt fyrir að það standi í bréfinu að bílastæðin verði einungis tímabundið sé verið að að eyða peningum borgarbúa. „Það er algjörlega tilgangslaust að gera þetta í mánuði og réttlæta þetta á þeim forsendum. Það er bara verið að sóa peningum okkar í dellu í mánuð, það er bara betra að sleppa þessu því þetta kostar."Íbúar fá ekki tilboð í bílastæðahúsin Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir að markmiðið sé að gera götuna hjólvæna um tíma. Hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund og með aukinni hjólreiðaumferð sé verið að reyna draga úr hraða biðfreiða en hraðinn sé of hár. Hann segir að þeir íbúar sem missa stæðin fyrir framan húsin sín fái ekki frían aðgang í bílastæða húsunum. „Ég er ekki með rekstur á þeim og ég kannast ekki við að þeir hafi fengið sérstök tilboð. Það er bílastæðavandi í miðborginni og það er boðið upp á menn leggi í þessum húsum fyrir fjögur þúsund á mánuði," segir Ólafur. Hjólreiðastígurinn er einungis tímabundinn og ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort að stæðin verða aðgengileg fyrir íbúa götunnar eftir þann tíma. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
„Þetta er með því heimskasta sem maður hefur séð lengi," segir Guðjón Pétursson íbúi á Hverfisgötu í Reykjavík. Samþykkt hefur verið í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að koma fyrir hjólreiðastíg tímabundið í einn mánuð, sunnanmegin í Hverfisgötunni svo að öll bílastæði á götunni munu víkja fyrir hjólastígnum. Íbúum var sent bréf í gær um málið. Gert í hugsunarleysi Guðjón sem býr á Hverfisgötunni segir að mikil óánægja sé með þessa hugmynd meðal íbúa. „Heil gata er svipt hverju einasta bílastæði. Hér býr gamalt fólk og fatlað fólk, sem þarf að labba mörg hundruð metra til að komast heim til sín," segir Guðjón en íbúum er bent á að leggja í bílastæðahús sem eru á Hverfisgötunni og nágrenni. „Ef við þurfum að fara leggja í bílastæðahúsi þarf konan mín að bera dót úr búðum mörg hundruð metra og ég er iðnaðarmaður með þung verkfæri sem ég skil ekki eftir í bíl mínum yfir nóttina. Þetta er bara gert í hugsunarleysi," segir Guðjón og heldur áfram. „Frá mínu heimili eru hundrað metrar í bílastæðahús, ég er með innkeyrslu og bílastæði en ég má ekkert leggja fyrir framan bílskúrinn minn lengur."Þetta kostar bara peninga Hann furðar sig á því hvers vegna sé ekki talað við íbúa á götunni áður en byrjað er á framkvæmdum en þær hófust í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir 20. ágúst. „Það er ekkert tekið tillit til okkar, þetta er alvarlegt mál." Hann segir að þrátt fyrir að það standi í bréfinu að bílastæðin verði einungis tímabundið sé verið að að eyða peningum borgarbúa. „Það er algjörlega tilgangslaust að gera þetta í mánuði og réttlæta þetta á þeim forsendum. Það er bara verið að sóa peningum okkar í dellu í mánuð, það er bara betra að sleppa þessu því þetta kostar."Íbúar fá ekki tilboð í bílastæðahúsin Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir að markmiðið sé að gera götuna hjólvæna um tíma. Hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund og með aukinni hjólreiðaumferð sé verið að reyna draga úr hraða biðfreiða en hraðinn sé of hár. Hann segir að þeir íbúar sem missa stæðin fyrir framan húsin sín fái ekki frían aðgang í bílastæða húsunum. „Ég er ekki með rekstur á þeim og ég kannast ekki við að þeir hafi fengið sérstök tilboð. Það er bílastæðavandi í miðborginni og það er boðið upp á menn leggi í þessum húsum fyrir fjögur þúsund á mánuði," segir Ólafur. Hjólreiðastígurinn er einungis tímabundinn og ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort að stæðin verða aðgengileg fyrir íbúa götunnar eftir þann tíma.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira