Öfunduð af því að vera nálægt söngvara Hurts Sara McMahon skrifar 22. nóvember 2010 16:00 Anna Þóra Alfreðsdóttir fyrirsæta leikur í nýju myndbandi hljómsveitarinnar Hurts. Þetta verður þá í annað sinn sem hún kemur fram í myndbandi sveitarinnar; áður lék hún í myndbandinu við lagið Stay. Fréttablaðið/Vilhelm Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft. Myndbandið var tekið upp hér á landi í september síðastliðnum. Hægt er að sjá það í spilaranum neðst í fréttinni. Nýja myndbandið sem Anna Þóra leikur í er aftur á móti við jólalag sem hljómsveitin hyggst gefa út á næstunni. „Hlutirnir gerðust mjög hratt þegar við tókum upp fyrra myndbandið. Ég fékk hringingu á fimmtudegi og var beðin um að koma í prufu og tökurnar fóru svo fram á laugardegi. Ég og Theo hittumst kvöldið áður til þess að kynnast aðeins og þá fékk ég líka að heyra lagið í fyrsta sinn," segir Anna Þóra. Hún ber Hutchcraft og Adam Anderson, hinum meðlimi tvíeykisins, vel söguna og segir þá afskaplega viðkunnanlega og sjarmerandi. „Ég kynntist þeim mjög vel við tökurnar og við Theo höfum verið í reglulegu sambandi eftir það. Hann er mjög indæll og bauð til dæmis mér og vinkonum mínum á Airwaves-hátíðina, sem mér fannst mjög fallega gert." Hutchcraft þykir afskaplega myndarlegur piltur og er vinsæll hjá ungum stúlkum víða um heim og því hljóta margar að öfunda Önnu Þóru af vinskapnum við hann. „Ja, ég hef lesið athugasemdir við myndbandið á Youtube þar sem stelpur lýsa því yfir að þær öfundi mig á því að fá að vera nálægt honum," segir hún hlæjandi. Anna Þóra stundar nám í tannlækningum og hefur engar áhyggjur af því að fara út svona stuttu fyrir próf. „Þetta var svo skemmtilegt tilboð og ég hef fulla trú á því að ég rúlli önninni upp. Ég stend það vel að vígi," segir hún að lokum glaðlega. Tengdar fréttir Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00 Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Sjá meira
Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft. Myndbandið var tekið upp hér á landi í september síðastliðnum. Hægt er að sjá það í spilaranum neðst í fréttinni. Nýja myndbandið sem Anna Þóra leikur í er aftur á móti við jólalag sem hljómsveitin hyggst gefa út á næstunni. „Hlutirnir gerðust mjög hratt þegar við tókum upp fyrra myndbandið. Ég fékk hringingu á fimmtudegi og var beðin um að koma í prufu og tökurnar fóru svo fram á laugardegi. Ég og Theo hittumst kvöldið áður til þess að kynnast aðeins og þá fékk ég líka að heyra lagið í fyrsta sinn," segir Anna Þóra. Hún ber Hutchcraft og Adam Anderson, hinum meðlimi tvíeykisins, vel söguna og segir þá afskaplega viðkunnanlega og sjarmerandi. „Ég kynntist þeim mjög vel við tökurnar og við Theo höfum verið í reglulegu sambandi eftir það. Hann er mjög indæll og bauð til dæmis mér og vinkonum mínum á Airwaves-hátíðina, sem mér fannst mjög fallega gert." Hutchcraft þykir afskaplega myndarlegur piltur og er vinsæll hjá ungum stúlkum víða um heim og því hljóta margar að öfunda Önnu Þóru af vinskapnum við hann. „Ja, ég hef lesið athugasemdir við myndbandið á Youtube þar sem stelpur lýsa því yfir að þær öfundi mig á því að fá að vera nálægt honum," segir hún hlæjandi. Anna Þóra stundar nám í tannlækningum og hefur engar áhyggjur af því að fara út svona stuttu fyrir próf. „Þetta var svo skemmtilegt tilboð og ég hef fulla trú á því að ég rúlli önninni upp. Ég stend það vel að vígi," segir hún að lokum glaðlega.
Tengdar fréttir Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00 Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Sjá meira
Ástin er bara í myndböndunum Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. 6. desember 2010 10:00