Innlent

Dæmdir fyrir að kasta manni niður af svölum

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru dæmdir í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og þrír aðrir voru dæmdir í árs fangelsi skilorðsbundið í 9 mánuði fyrir hrottalega líkamsárás í Vogunum við Vatnsleysuströnd í janúar 2009.

Mennirnir eru meðal annars dæmdir fyrir að kasta fórnarlambinu fram af svölum fjölbýlishúss. Maðurinn féll fjóra metra niður á steypta stétt.

Mennirnir fóru að heimili mannsins af nokkrum ástæðum. Einn þeirra, sem hlaut 18 mánaða fangelsi, hafði lengi deilt við fórnarlambið. Ástæðan var sú að fórnarlambið átti í ástarsambandi við konu árásamannsins.

Mennirnir fóru að heimili mannsins og lömdu hann ítrekað með járnstöngum. Þá misþyrmdu þeir honum linnulaust í talsverðan tíma. Eftir að maðurinn féll fram af svölunum héldu þeir áfram að misþyrma honum.

Fórnarlambið hlaut margvísislega áverka. Meðal annars brutu árásarmennirnir sex tennur í fórnarlambinu auk þess sem maðurinn nefbrotnaði. Þá brotnuðu tveir hryggjaliðir og annar féll saman þá var maðurinn í hjólastól í níu mánuði.

Það var Héraðsdómur Reykjaness sem dæmdi mennina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×